Stálu 20-30 milljónum úr peningaflutningabílnum

Lögreglan leitar enn þjófa sem stálu töskum úr peningaflutningabíl í …
Lögreglan leitar enn þjófa sem stálu töskum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í gærmorgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upphæðin sem þjófarnir höfðu upp úr krafsinu þegar þeir stálu töskum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun er á bilinu 20-30 milljónir króna.

„Við höfum fengið óstaðfestar upplýsingar um að upphæðin sem þjófarnir stálu sé á bilinu 20-30 milljónir króna, en um tvær töskur var að ræða sem voru teknar,“ segir Heimir við mbl.is en þjófarnir komust inn í bílinn með því að brjóta afturrúðu í honum.

Heimir segir að þjófanna sé enn leitað en búið er að taka skýrslur af nokkrum vitnum.

Samkvæmt heimildum mbl.is voru starfsmenn öryggisfyrirtækisins að safna fjármunum úr spilakössum í Hamraborg þegar þjófnaðurinn átti sér stað en spilakassar eru í Vídeómarkaðnum og hjá Catalinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert