„Þung undiralda í Eyjum“

Þung pólitísk undiralda er sögð í Vestmannaeyjum.
Þung pólitísk undiralda er sögð í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Það er þung undiralda hérna í Vestmannaeyjum. Það virðist vera fótur fyrir þessu framboði,“ segir Leó Snær Sveinsson, einn skipuleggjenda stofnfundar nýs bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að nokkur aðdragandi sé að stofnun þessa félags og var stofnfundur þess auglýstur í gær: „Markmið með stofnun félagsins er að bæta samfélagið. Vestmannaeyjar eru góður staður til að búa á en við getum alltaf gert betur. Allir velkomnir sem vilja stuðla að betra samfélagi.“

Ofangreind fréttatilkynning birtist á forsíðu vefritsins eyjar.is í gær og undirritun tilkynningarinnar var: „Áhugafólk um betra samfélag“.

Íris Róbertsdóttir hefur verið orðuð við sérframboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor vegna óánægju með það að ekki fór fram prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum þegar framboðslistinn var ákveðinn. Hún var í gær spurð hvort hún væri forsvarsmaður „áhugafólks um betra samfélag“ í Eyjum:

„Nei, það er ég ekki, en hef hins vegar hugsað mér að mæta á þennan fund,“ sagði Íris í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert