Sigurður Erlingsson - haus
18. apríl 2011

Hamingjuríkt líf.

Að vera hamingjusamur er val og aðeins þú getur valið það fyrir sjálfan þig.hamingjuriktlif.jpg

En til að geta upplifað hamingju, þá verður þú að upplifa að þú verðskuldir að vera hamingjusamur.

Sú tilfinning að upplifa sig ekki verðugan þess að vera hamingjusamur er algeng hindrun og lokar oft dyrunum að hamingunni hjá mörgum. Mundu að þú átt rétt á að upplifa hamingju og þú verðskuldar hamingju. Um leið og þú trúir þessu, þá er valið einungis þitt.

Ef þú ert tilbúinn að opna dyrnar og upplifa hamingju eru hér 12 skref sem þú getur prófað að feta í byrjun.

1.       Dragðu upp mynd af því lífi sem þú myndir elska að lifa. Skifaðu niður hvaða markmiðum og draumum  þú vilt ná. Gerðu áætlun og leggðu af stað, FRAMKVÆMDU!  Fylgdu eftir verkefnunum, mældu árangurinn og verðlaunaðu þig þegar þú nærð árangir. Þú getur notað draumaborðin á www.velgengni.is til að hjálpa þér með markmiðasetninguna.

2.       Æfðu þig í að vera meðvitaður, velja leiðir byggðar á því sem þú vilt og að framkvæma strax.
Vertu meðvitaður um það sem þér líkar ekki, framkvæmdu síðan til að breyta því.

3.       Hættu að reyna að vera fullkominn.
Vertu stoltur yfir því hver þú ert.  Nýttu styrkleika þína og leyfðu þeim að njóta sín. Enginn er fullkominn.

4.       Hættu að taka þátt í dramatískum uppákomum.
Lífið er til þess að lifa því. Dramatískar uppákomur eru í kvikmyndum og í sjónvarpinu. Hættu að taka þátt í dramatískum uppákomum sem lausn til að leysa vandamál.

5.       Hafðu jafnvægi í lífinu.
Hafðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Gefðu þér tíma til að leika þér.

6.       Þroskaðu hæfileika þína og færni.
Fjárfestu í sjálfum þér bæði persónulega og í starfi. Njóttu þín til fullnustu.

7.       Slepptu hendinni af reiði og neikvæðni.
Frelsaðu þig frá tómleikatilfinningunni. Hún dregur úr þér allan mátt. Hún skaðar þig meira  en þann sem þú ert reiður útí. 
Einbeittu þér að því að fylla þig að jákvæðri orku. Heimurinn mun líta mun betur út og tækifærin þín verða allt í einu sýnileg og byrja að renna til þín.

8.       Nærðu sjálfan þig.
Þú átt það besta skilið. Vertu vakandi yfir að næra þig andlega og líkamlega.

9.       Meðtaktu og minnkaðu eftirvæntinar.
Leyfðu sjálfum þér að meðtaka allt það góða. Ekki vera með væntingar eða gefa þér óraunhæfar forsendur.  Vertu þakklátur fyrir það sem þú átt og þakkaðu daglega fyrir allt það góða í kringum þig.

10.   Skiptu þörf í fullnægu.
Byggðu upp sjálfstraust. Aðeins þú getur mætt tilfinningalegum þörfum þínum. Æfðu meiri líkamsvitund og vertu í meiri tengslum við sjálfan þig.

11.   Nýttu kraftana vel.
Taktu eftir því í hvað þú nýtir krafta þína.  Þeir eru uppspretta og hvatningin til aðgerða og velgengni.

12.   Upplifðu draumana þína.
Taktu áhættu og fylgdu draumunum þínum. Hamingjustundirnar birtast þegar draumarnir rætast.

 

Mundu að við eigum öll skilið að vera hamingjusöm.  Það að vera hamingjusamur þýðir breytingar fyrir mörg okkar og breytingar eru aldrei auðveldar, vegna þess að þá þurfum við að stíga út fyrir öryggisrammann okkar. Það er erfitt fyrir marga því þó þeim líði illa þar, þá er óttinn svo sterkur við það hvað gerist ef ég leyfi mér að vera hamingjusamur.

Hinsvegar ef þú ert tilbúinn til að gefa þér loforð um breytingar muntu  með þolinmæði byrja að upplifa meiri og meiri hamingju hvern dag.

Aðstæður þínar munu verða miklu betri og lífið skemmtilegra.  Taktu ákvörðun um að byrja í dag.

mynd
7. apríl 2011

Frestaðu ekki lífinu

Þegar við upplifum aðstæður eins og eru núna í þjóðfélaginu, erfiðleikar og vonleysi svo yfirgnæfandi í öllum fjölmiðlum, þá er hætta á að við missum máttinn og frestum lífinu. Löngunin til að njóta lífsins og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum eru ekki til staðar.   Það er mjög mikilvægt að staldra við og átta sig á því hver eru raunverulegu verðmætin og hvað  tíminn og… Meira
mynd
4. apríl 2011

Hvar er gleðin?

Ég hef hitt fólk sem við fyrstu sýn virðist hafa allt sem þarf.  Það hefur jafnvel farsælan starfsferill, góða vini, gott hjónaband, heilbrigð og frísk börn, hluti sem margir aðrir sækjast eftir að hafa. En "hamingjuna" vantar .  Þau eru ekki að upplifa gleði, og þau eiga erfitt með að benda á hvað það er  sem vantar. Eftir að hafa skoðað þetta frekar,  finnst mér… Meira
mynd
24. mars 2011

Þakklæti

Það að vera þakklátur, getur fært þér hamingju, innri frið og öryggi á erfiðum tímamótum, í uppnámi eða við missi.  Að velja frekar að vera þakklátur, mun hrinda af stað ótrúlegum jákvæðum breytingum í lífi þínu. Hér koma þrjú skref sem geta komið þér af stað. Prentaðu þau út, hafðu þau í vasanum og notaðu þau eins oft og þú þarft. Það að halda þakklætis dagbók mun í framtíðinni hjálpa þér að… Meira
mynd
17. mars 2011

Áranguskerfi velgengninnar

Ég ætla að skipta þessu upp í ákveðnar spurningar sem leiða þig í gegnum kerfið. Áður en ég deili þessum spurningum með þér, vil ég fara yfir nokkur mjög mikilvæg lykilatriði að þessu leyndarmáli, einungis til að hámarka útkomuna fyrir þig. Fyrst af öllu , þá VERÐUR þú að skrifa niður öll svörin þín við spurningunum sem ég ætla að deila með þér. Kerfið mun EKKI virka ef þú ætlar að hafa þau… Meira
mynd
7. mars 2011

Jákvætt viðhorf - ekki alltaf auðvelt.

Að viðhalda jákvæðu viðhorfi er ekki alltaf auðvelt, sérstaklega þegar fáir í kringum mann hafa jákvætt viðhorf.  Það virðist vera allt of algengt að fólk sé alltaf að kvarta undan einhverju. Það hefur neikvætt viðhorf gagnvart vinnunni, yfirmanninum, lífinu, makanum, sambandinu, fjárhagsstöðunni, ríkisstjórninni, börnunum sínum og jafnvel veðrinu. Hvernig í ósköpunum átt þú að geta verið með… Meira
mynd
24. febrúar 2011

Frelsi og fyrirgefning

Engin getur breytt fortíðinni, en þú hefur vald til að ákveða hvernig þér líður varðandi hana, og það gerir gæfumuninn. Þú getur tekið í burtu alla þá orku sem þú hefur sett í þessar sársaukafullu minningar, og sæst við fortíðina.  Fyrirgefning læknar sekt og sár og gerir það hljóðlega, einslega og algjörlega. Fyrirgefning þýðir ekki að þú sleppir einhverjum, en meinar að hamingja þín er… Meira
mynd
22. febrúar 2011

Ekki gera ekki neitt

Margt fólk heldur að það þurfi bara að samþykkja það sem lífið færir þeim, eða réttara sagt hendir í það. Það segir, þetta er hlutskipti mitt í lífinu, ég get ekki breytt því. Auðvitað  er það ekki svo. Þú þarft ekki að taka við þessu öllu. Örlög þín ráðast af því sem þú gerir, ekki af einhverjum utanaðkomandi þáttum. Ég þekki einstakling, sem segir að hún samþykki það sem lífið færir henni,… Meira
mynd
16. febrúar 2011

Gott samband

Rannsóknir benda til  að í góðum  hjónaböndum sé það áhrifaríkasta sem hjón gera sé að sýna hvort öðru góðvild. Þetta kanna að líta út fyrir að vera einföld skilyrði, samt eru mörg pör sem hafa allt annað en góðan vilja gagnvart hvor öðru, þau telja mun mikilvægara að: Reyna að stjórna hvort öðru með gagnrýni, sleggjudómum, skömmum, reiði, mótspyrnu, flótta eða kvörtunum. Að hafa rétt… Meira
mynd
9. febrúar 2011

Hugsaðu betur um dýrmætustu eign þína - ÞIG

Ertu meðvitaður um ástand líkama þíns og hvenær þörf er á að sinna sjálfum þér.  Það er mikilvægt að staldra við slaka á og meta stöðuna, eitthvað sem við ættum að gera reglulega. Við verðum öll svo upptekin af vinnu, fjölskyldu og öðrum ábyrgðum að það er auðvelt að gleyma að hugsa um sjálfan sig í öllum önnunum.  Hve mörg ykkar finnst að þið þurfið að gefa öðrum og  hugsa um aðra… Meira