Að vera hamingjusamur er val og aðeins þú getur valið það fyrir sjálfan þig.
En til að geta upplifað hamingju, þá verður þú að upplifa að þú verðskuldir að vera hamingjusamur.
Sú tilfinning að upplifa sig ekki verðugan þess að vera hamingjusamur er algeng hindrun og lokar oft dyrunum að hamingunni hjá mörgum. Mundu að þú átt rétt á að upplifa hamingju og þú verðskuldar hamingju. Um leið og þú trúir þessu, þá er valið einungis þitt.
Ef þú ert tilbúinn að opna dyrnar og upplifa hamingju eru hér 12 skref sem þú getur prófað að feta í byrjun.
1. Dragðu upp mynd af því lífi sem þú myndir elska að lifa. Skifaðu niður hvaða markmiðum og draumum þú vilt ná. Gerðu áætlun og leggðu af stað, FRAMKVÆMDU! Fylgdu eftir verkefnunum, mældu árangurinn og verðlaunaðu þig þegar þú nærð árangir. Þú getur notað draumaborðin á www.velgengni.is til að hjálpa þér með markmiðasetninguna.
2. Æfðu þig í að vera meðvitaður, velja leiðir byggðar á því sem þú vilt og að framkvæma strax.
Vertu meðvitaður um það sem þér líkar ekki, framkvæmdu síðan til að breyta því.
3. Hættu að reyna að vera fullkominn.
Vertu stoltur yfir því hver þú ert. Nýttu styrkleika þína og leyfðu þeim að njóta sín. Enginn er fullkominn.
4. Hættu að taka þátt í dramatískum uppákomum.
Lífið er til þess að lifa því. Dramatískar uppákomur eru í kvikmyndum og í sjónvarpinu. Hættu að taka þátt í dramatískum uppákomum sem lausn til að leysa vandamál.
5. Hafðu jafnvægi í lífinu.
Hafðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Gefðu þér tíma til að leika þér.
6. Þroskaðu hæfileika þína og færni.
Fjárfestu í sjálfum þér bæði persónulega og í starfi. Njóttu þín til fullnustu.
7. Slepptu hendinni af reiði og neikvæðni.
Frelsaðu þig frá tómleikatilfinningunni. Hún dregur úr þér allan mátt. Hún skaðar þig meira en þann sem þú ert reiður útí.
Einbeittu þér að því að fylla þig að jákvæðri orku. Heimurinn mun líta mun betur út og tækifærin þín verða allt í einu sýnileg og byrja að renna til þín.
8. Nærðu sjálfan þig.
Þú átt það besta skilið. Vertu vakandi yfir að næra þig andlega og líkamlega.
9. Meðtaktu og minnkaðu eftirvæntinar.
Leyfðu sjálfum þér að meðtaka allt það góða. Ekki vera með væntingar eða gefa þér óraunhæfar forsendur. Vertu þakklátur fyrir það sem þú átt og þakkaðu daglega fyrir allt það góða í kringum þig.
10. Skiptu þörf í fullnægu.
Byggðu upp sjálfstraust. Aðeins þú getur mætt tilfinningalegum þörfum þínum. Æfðu meiri líkamsvitund og vertu í meiri tengslum við sjálfan þig.
11. Nýttu kraftana vel.
Taktu eftir því í hvað þú nýtir krafta þína. Þeir eru uppspretta og hvatningin til aðgerða og velgengni.
12. Upplifðu draumana þína.
Taktu áhættu og fylgdu draumunum þínum. Hamingjustundirnar birtast þegar draumarnir rætast.
Mundu að við eigum öll skilið að vera hamingjusöm. Það að vera hamingjusamur þýðir breytingar fyrir mörg okkar og breytingar eru aldrei auðveldar, vegna þess að þá þurfum við að stíga út fyrir öryggisrammann okkar. Það er erfitt fyrir marga því þó þeim líði illa þar, þá er óttinn svo sterkur við það hvað gerist ef ég leyfi mér að vera hamingjusamur.
Hinsvegar ef þú ert tilbúinn til að gefa þér loforð um breytingar muntu með þolinmæði byrja að upplifa meiri og meiri hamingju hvern dag.
Aðstæður þínar munu verða miklu betri og lífið skemmtilegra. Taktu ákvörðun um að byrja í dag.