Setti fyrirliðabandið á sjálfan sig

Guðjón Baldvinsson var á skotskónum gegn Fjölni í dag.
Guðjón Baldvinsson var á skotskónum gegn Fjölni í dag. mbl.is/Hari

„Heilt yfir þá fannst mér við vera mun betri allan leikinn, líka í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á gæðin fyrir framan markið. Við fengum hins vegar fín færi til þess að skora en það kom svo í síðari hálfleik,“ sagði Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar eftir 6:1 sigur liðsins gegn Fjölni í Garðabænum í áttundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag.

„Þetta small svo bara hjá okkur í seinni hálfleik. Við náðum að pressa þá ofarlega á vellinum og sjokkerum þá snemma með marki í upphafi síðari hálfleiks. Við skorum einhver fimm mörk þarna á tuttugu mínútna kafla og keyrðum þá bara í kaf. Þessi góða byrjun á seinni hálfleik vann í raun bara leikinn.“

Guðjón Baldvinsson hefur verið duglegur að leggja upp mörk fyrir …
Guðjón Baldvinsson hefur verið duglegur að leggja upp mörk fyrir félaga sína í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjörnumenn löbbuðu yfir gestina í síðari hálfleik en í fyrri hálfleik skiptust liðin á að sækja. 

Það var einhver smá deyfð yfir okkur í fyrri hálfleik og við náðum ekki upp nægilega miklum hraða í okkar spil. Við vorum beittari í pressunni og fórum að vinna meira með langa bolta fram völlinn því varnarlínan hjá þeim stóð mjög framarlega og mér fannst við gera það vel. Það var mikið pláss fyrir aftan vængbarkverðina og við nýttum okkur það mjög vel í seinni hálfleik.“

Guðjón var frábær í leiknum en ásamt því að skora lagði hann upp þrjú mörk fyrir liðsfélaga sína.

“Ég hefði viljað skora meira í dag en ég hefði kannski viljað skora aðeins meira. Ég er búinn að vera meira í því að leggja upp mörk í sumar en það telur víst líka, sérstaklega í Fantasy-deildinni. Ég var fyrirliði í mínu liði í dag þannig að það hlýtur að skila mér einhverjum stigum,“ sagði Guðjón léttur að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert