„Verðum nagandi neglurnar í 120 mínútur“

Arnar Gunnlaugsson spáir íslenskum sigri gegn Úkraínu.
Arnar Gunnlaugsson spáir íslenskum sigri gegn Úkraínu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Ég held að við förum áfram í lokakeppnina eftir vítaspyrnukeppni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, gerði meðal annars upp landsleik Íslands og Ísraels í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland fagnaði stórsigri, 4:1, í Búdapest á fimmtudaginn, ásamt því að spá í spilin fyrir komandi úrslitaleik gegn Úkraínu í Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn.

Ísraelsleikurinn rússíbanareið

Arnar, sem er 51 árs gamall og lék 32 landsleiki fyrir Ísland, spáir íslenskum sigri gegn Úkraínu í Wcroclaw á þriðjudaginn.

„Þessi Ísraelsleikur var algjör rússíbanareið og ég held að það haldi áfram gegn Úkraínu,“ sagði Arnar.

„Við verðum nagandi neglurnar í 120 mínútur og klárum þetta í vító,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert