Stórbrotið mark hjá Shaqiri

Xherdan Shaqiri skorar með hjólhestaspyrnu gegn Manchester United í Michigan.
Xherdan Shaqiri skorar með hjólhestaspyrnu gegn Manchester United í Michigan. AFP

Markið sem Xherdan Shaqiri skoraði fyrir Liverpool í sigrinum á Manchester United, 4:1, í Michigan í gærkvöld þykir sérlega glæsilegt og hefur verið sýnt frá ýmsum sjónarhornum.

Liverpool keypti svissneska knattspyrnumanninn af Stoke í sumar fyrir 13,5 milljónir punda og margir telja að þar hafi félagið gert reyfarakaup. Hann lagði upp mark fyrir Daniel Sturridge í leiknum og gerði síðan lokamarkið.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert