Sánchez klár – Fellaini úr leik næstu vikur

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti á fréttamannafundi í morgun að Alexis Sánchez sé orðinn heill heilsu og verði líklega klár í slaginn þegar United tekur á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Solskjær greindi frá því að Marouane Fellaini hafi meiðst á kálfa á æfingu í vikunni og verði frá keppni næstu þrjár til fjórar vikurnar og að þeir Chris Smalling og Marcus Rojo séu enn ekki orðnir leikfærir.

Manchester United hefur unnið alla sex leiki sína undir stjórn Solskjærs og hefur verið allt annar bragur á leik liðsins frá því hann tók við liðinu af José Mourinho. Solskjær sagði við fréttamenn að hann reiknaði ekki með því að nýir leikmenn bætist í leikmannahóp Manchester United í janúarglugganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert