Van Dijk leikmaður ársins

Virgil van Dijk fagnar marki fyrir Liverpool.
Virgil van Dijk fagnar marki fyrir Liverpool. AFP

Netútgáfa Daily Mail fullyrðir að Hollendingurinn Virgil van Dijk hafi verið kjörinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af leikmönnum deildarinnar en úrslit í kjörinu verða birt á föstudaginn. Því er einnig haldið fram að Paul Pogba sé í liði ársins fyrir frammistöðu sína með Manchester United. 

Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni og vörnin hefur haldið markinu hreinu með van Dijk sem aðalmann í átján leikjum í deildinni. Í fréttinni kemur fram að Raheem Sterling hjá Manchester City hafi orðið annar í kjörinu. Sex menn voru tilnefndir en hinir fjórir voru Sadio Mane, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Eden Hazard. 

Þrátt fyrir það er ekki pláss fyrir Hazard í liði ársins ef Daily Mail hefur rétt fyrir sér. Toppliðið City á sex leikmenn í liði ársins, Liverpool fjóra og Manchester United einn.

Fyrir utan Paul Pogba eru í liðinu þeir Ederson, Aymeric Laporte, Fernandinho, Bernardo Silva, Agüero og Sterling frá City og frá Liverpool eru þeir Trent Alexander-Arnold, Andy Robertson, van Dijk og Mane. 

Eden Hazard er tilnefndur sem leikmaður ársins en samkvæmt Daily …
Eden Hazard er tilnefndur sem leikmaður ársins en samkvæmt Daily Mail er hann þó ekki í liði ársins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert