Náðu að smita því barnalega inn í City-vörnina (myndskeið)

Óvæntustu úrslit tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni litu dagsins ljós á Carrow Road þegar nýliðar Norwich höfðu betur gegn Englandsmeisturum Manchester City 3:2.

Tómas Þór Þórðarson, Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson ræddu um lið Norwich í þættinum á Vellinum á Síminn Sport.

„Það sem einkennir góða þjálfara er að þeir eru með hugmyndafræði og þeir halda sig við hana. Það kom á daginn að þeir ætluðu ekki ekki að breyta neinu. Farke var með yfirlýsingu fyrir leikinn að þeir ætluðu alls ekki að pakka í vörn og falla í þá gryfju að láta sitt spila sinn leik.

Það barnalega sem við höfum talað um Norwich er að þá náði liðið að smita inn í City-vörnina og nýta sér það,“ sagði Eiður Smári en sjá má allt spjall sérfræðinganna um Norwich í meðfylgjandi myndskeiði.

Leikmenn Norwich fagna einu af mörkum sínum gegn Manchester City.
Leikmenn Norwich fagna einu af mörkum sínum gegn Manchester City. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert