Eiga að taka sénsinn á missa fyrirliðann frítt

Pierre-Emerick Aubameyang vill ekki framlengja samning sinn við Arsenal.
Pierre-Emerick Aubameyang vill ekki framlengja samning sinn við Arsenal. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal á frekar að nýta krafta fyrirliðans Pier­re-Emerick Auba­meyang næsta vetur og missa hann svo frítt frekar en að selja hann í sumar.

Auba­meyang hef­ur ekki viljað skrifa und­ir nýj­an samn­ing við fé­lagið en hann er orðinn þrítug­ur og verður samningslaus í sumar. The Sun sagði frá því á dögunum að félagið væri tilbúið að selja hann fyrir meira en 20 milljónir punda en Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky, segir Lundúnaliðið verða að halda framherjanum, sama hvað.

„Það er ekki auðvelt að finna markaskorara, ég myndi halda honum. Kannski geturðu fundið leikmenn í sumar sem munu sannfæra hann um að vera áfram eftir 12 mánuði. Ef ekki þá er hann samt besti möguleiki liðsins á að komast aftur í Meistaradeildina,“ sagði Carragher.

Auba­meyang hef­ur skorað 61 mark í 97 leikj­um fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um frá því hann kom frá Dort­mund. Fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn vildi Arsenal fá í kring­um 60 millj­ón­ir punda fyr­ir fram­herj­ann sem gæti reynst erfitt ef horft er til efna­hags­ástands­ins í fót­bolt­an­um í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert