Southgate valdi þrjá nýliða í landsliðið

Dominic Calvert-Lewin hefur verið á skotskónum með Everton og er …
Dominic Calvert-Lewin hefur verið á skotskónum með Everton og er nú kominn í enska landsliðshópinn. AFP

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, valdi í dag þrjá nýliða í hóp sinn fyrir þrjá leiki um miðjan þennan mánuð.

Englendingar mæta Wales í vináttulandsleik og leika við Belgíu og Danmörku í Þjóðadeild UEFA dagana 8. til 14. október.

Phil Foden og Mason Greenwood eru settir út úr hópnum í kjölfarið á Íslandsævintýrinu margumrædda. Harry Maguire kemur inn í hópinn á ný og nýliðarnir eru þeir Dominic Calvert-Lewin frá Everton, Bukayo Saka frá Arsenal og Harvey Barnes frá Leicester.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Dean Henderson (Manchester United), Nick Pope (Burnley), Jordan Pickford (Everton).

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (Wolves), Eric Dier (Tottenham), Joe Gomez (Liverpool), Michael Keane (Everton), Harry Maguire (Manchester United), Ainsley Maitland-Niles (Arsenal), Tyrone Mings (Aston Villa), Bukayo Saka (Arsenal), Kieran Trippier (Atletico Madrid), Kyle Walker (Manchester City).

Miðjumenn: Jordan Henderson (Liverpool), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Leeds), Declan Rice (West Ham), James Ward-Prowse (Southampton), Harry Winks (Tottenham).

Sóknarmenn: Tammy Abraham (Chelsea), Harvey Barnes (Leicester), Dominic Calvert-Lewin (Everton), Jack Grealish (Aston Villa), Danny Ings (Southampton), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Manchester United), Jadon Sancho (Borussia Dortmund), Raheem Sterling (Manchester City).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert