Margrét um United: Verður að vera eitthvað plan B, C og D

Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson ræddu leikáætlun eða skort þar á hjá Manchester United í 0:4-stórtapinu gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla við Tómas Þór Þórðarson í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Komið var inn á hversu illa leikmenn Man. United réðu við hápressu Brentford en einnig langa bolta fram, sem Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, sagði eftir leik að hafi verið lagt upp með til þess að klekkja á United.

„Þegar leikáætlunin er ekki að ganga verður að vera eitthvað plan B og plan C og plan D sem leikmenn geta gripið til.

Það þarf ekki alltaf að koma frá stjóranum. Það þarf líka að koma frá leiðtogunum inni á vellinum; að breyta til, prófa einhverjar nýjar aðferðir,“ sagði Margrét Lára.

Umræðurnar í Vellinum má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert