Sektaður fyrir að hrauna yfir dómara

Paul Tierney fékk að heyra það.
Paul Tierney fékk að heyra það. AFP/Paul Ellis

Steven Reid, einn þjálfara karlaliðs Nottingham Forest í knattspyrnu hefur verið sektaður um 5.000 pund, tæplega 880.000 íslenskar krónur og úrskurðaður í tveggja leikja bann af enska knattspyrnusambandinu.

Reid hraunaði yfir Paul Tierney dómara eftir 1:0-tap Forest fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þegar Darwin Núnez skoraði sigurmarkið á níundu mínútu uppbótartíma.

Þótti Reid ásamt öðrum í þjálfarateymi Forest og leikmönnum liðsins sem Tierney hafi gert afdrifarík mistök er hann lét Forest ekki fá boltann aftur í kjölfar meiðsla hjá Liverpool, tæpum tveimur mínútum áður en Núnez skoraði.

Forest einnig sektað

Reid blótaði Tierney að minnsta kosti þrisvar sinnum og fékk beint rautt spjald fyrir vikið.

Forest fékk einnig 75.000 punda sekt, rúmlega 13 milljónir íslenskra króna, fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum og starfsfólki sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert