Hafa valdið stuðningsmönnum vonbrigðum

Sheffield United hefur valdið vonbrigðum á þessu tímabili.
Sheffield United hefur valdið vonbrigðum á þessu tímabili. AFP/Darren Staples

Gengi Sheffield United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu hefur verið arfaslakt en liðið er á botninum með 14 stig eftir 20 leiki.

Er markatala liðsins einnig sú alversta í deildinni en liðið hefur skoraði 24 mörk og fengið 74 á sig. 

Sheffield tekur á móti Fulham á heimavelli sínum Bramall Lane um helgina. Á blaðamannafundi í dag viðurkenndi Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield, að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum.

„Við höfum valdið stuðningsmönnum okkar meiri vonbrigðum en okkur sjálfum. Það sem skiptir mestu máoi er að sýna þeim eitthvað restina af tímabilinu,“ sagði Wilder. 

Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United.
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United. AFP/Darren Staples
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert