Rakel skoraði í fyrsta leik

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Golli

Rakel Hönnudóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði í sínum fyrsta deildarleik með Limhamn Bunkeflo þegar liðið tapaði fyrir Hammarby, 4:2, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Rakel spilaði allan leikinn líkt og Anna Björk Kristjánsdóttir, sem er á sínu öðru ári með liðinu en Rakel kom til félagsins frá Breiðabliki í vetur.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir spiluðu báðar allan leikinn þegar Djurgården vann Eskilstuna 2:1 í fyrstu umferðinni og þá gerði Kristianstad 1:1 jafntefli við Vittsjö. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og með liðinu lék Sif Atladóttir allan leikinn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert