Arnór í stóru hlutverki í stórsigri

Arnór Ingvi Traustason var drjúgur í dag.
Arnór Ingvi Traustason var drjúgur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Ingvi Traustason kom Malmö á bragðið þegar lið hans vann góðan sigur á Hammarby, liði Viðars Arnar Kjartanssonar, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hammarby var yfir í hálfleik eftir mark frá Muamer Tankovic snemma leiks. Malmö tók hinsvegar völdin í seinni hálfleik og Arnór Ingvi jafnaði metin á 52. mínútu. 

Malmö náði forystunni með sjálfsmarki nokkrum mínútum síðar og Arnór Ingvi var aftur á ferð á 70. mínútu þegar hann lagði upp þriðja mark Malmö fyrir Sören Rieks, 3:1.

Arnór fór af velli á 75. mínútu, að loknu góðu dagsverki, og félagi hans Markus Rosenberg innsiglaði stórsigur, 4:1, skömmu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert