Ásdís önnur á eftir Evrópumeistaranum

Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir Ljósmynd/Guðmundur Karl

Spjót­kast­ar­inn Ásdís Hjálms­dótt­ir Annerud hafnaði í öðru sæti á Leichtathletik-mótinu í Luzern í Sviss í dag. Ásdís kastaði lengst 61,32 metra, tæpum þremur metrum styttra en þýski Evrópumeistarinn Christin Hussong sem bar sigur úr býtum. 

Ásdís keppti á Bottn­arydskastet-mót­inu í Svíþjóð á sunnudag og kastaði þá 62,66 metra en Íslandsmet hennar er 63,43 metrar. Það setti hún árið 2017. 

Annika-Marie Fuchs frá Þýskalandi varð þriðja með kast upp á 59,03 metra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert