Ágúst Elí og félagar fá stuðning

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Sävehof
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Sävehof Ljósmynd/Sävehof

Gríðarlegur áhugi er fyrir öðrum úrslitaleik Sävehof og Alingsås um sænska meistaratitilinn í handknattleik sem fram fer í kvöld.

Leikurinn fer fram á heimavelli Ágústs Elís Björgvinssonar landsliðsmarkvarðar og félaga í Sävehof sem er frá Partille í útjaðri Gautaborgar.

Hátt í 3.000 miðar voru seldir síðdegs í gær. Sävehof hafnaði í sjöunda sæti í deildinni en hefur sprungið út í úrslitakeppninni. Sävehof vann fyrsta leikinn á útivelli. Ekki spillir fyrir áhuganum innan félagsins að kvennalið Sävehof varð meistari um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert