Fram skoraði aðeins 14 gegn Val

Valur og Fram eigast við í Origo-höllinni í kvöld.
Valur og Fram eigast við í Origo-höllinni í kvöld. Ljósmynd/Stella Andrea

Valur vann öruggan sigur á Fram í 1. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld, 20:14. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn, sem voru með þriggja marka forystu í hálfleik, voru sterkari í seinni hálfleik. 

Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin, en Fram svaraði með að skora næstu þrjú. Fram komst svo yfir í fyrsta skipti þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 5:4. Valsmenn svöruðu hins vegar og náðu aftur þriggja marka forskoti skömmu fyrir leikhlé og það var einmitt munurinn í hálfleik, 10:7.

Fram gat fyrst og fremst þakkað markmanninum Lárusi Helga Ólafssyni fyrir að munurinn var ekki töluvert meiri. Lárus varði 13 skot í markinu og þar af eitt víti og nokkur dauðafæri.

Valur skoraði fjögur fyrstu mörkin í seinni hálfleik og komst í 14:7 og var munurinn sjö mörk þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 16:9. Framarar minnkuðu muninn í fjögur mörk, 16:12, en nær komust þeir ekki og þægilegur sigur Vals varð raunin. 

Valur 20:14 Fram opna loka
60. mín. Fram tapar boltanum Ruðningur á Andra Heimi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert