Sannfærandi norðankonur á toppinn

Rut Jónsdóttir sækir að marki HK í kvöld.
Rut Jónsdóttir sækir að marki HK í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA/Þór er komið í toppsæti Olísdeildar kvenna í handbolta eftir sannfærandi 31:19-sigur á HK á heimavelli í kvöld. 

KA/Þór byrjaði af miklum krafti og komst í 8:2 snemma leiks. Staðan í hálfeik var 16:10 og var HK ekki líklegt til að jafna metin í seinni hálfleik. 

Ásdís Guðmundsdóttir átti stórleik hjá KA/Þór og skoraði 13 mörk úr 13 skotum. Rakel Sara Elvarsdóttir bætti við fimm mörkum og Matea Lonac varði 17 skot. 

Sigríður Hauksdóttir skoraði sex mörk fyrir HK og Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði fjögur. 

KA/Þór er með sjö stig í toppsætinu en Valur getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri á nýliðum FH í kvöld. HK er í fimmta sæti með fjögur stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert