Logi Geirs: Alveg að skýrast

Mikil spenna ríkir þegar að tvær umferðir eru eftir af úrvalsdeild karla í handknattleik. 

FH-ingar eru í fyrsta sæti með 33 stig en Valur fylgir á eftir með stigi minna. 

Fyrrverandi handknattleiksmennirnir Logi Geirsson og Einar Ingi Hrafnsson voru gestir Ingvars Ákasonar í Punktalínunni á Símanum sport eftir leiki gærkvöldsins. 

Haukar unnu FH í Kaplakrika, 31:28, en Valur vann Gróttu á Hlíðarenda, 26:24. 

„Þetta var tuttugasta umferðin, það eru tveir leikir eftir og þetta fer að skýrast hvernig liðin raðast upp. En auðvitað er baráttu um þennan titil þar sem hann gefur Evrópusæti,“ sagði Logi. 

„Það er bara hver vill og verður,“ bætti Einar Ingi við. 

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr Íslandsmótinu í handknattleik í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert