KR sigraði Þór Akureyri aftur

Alexandra Petersen spilaði vel í dag.
Alexandra Petersen spilaði vel í dag. Ljósmynd/karfan.is

Topplið KR hafði betur gegn Þór frá Akureyri í annað skipti á tveimur dögum í 1. deild kvenna í körfubolta í dag. KR komst í 8:0 og leit aldrei til baka eftir það í öruggum sigri, 70:46. KR hefur unnið alla 13 leiki sína í deildinni til þessa en Þór unnið sjö og tapað sex. Alexandra Petersen skoraði 23 stig og tók sex fráköst fyrir KR og Helga Rut Hallgrímsdóttir skoraði níu fyrir Þór.

Fjölnir hafði betur gegn ÍR í Grafarvogi, 96:52. Fjölnir er í 2. sæti með 18 stig og ÍR í 5. sæti með 10 stig. 

KR - Þór Ak. 70:46

DHL-höllin, 1. deild kvenna, 07. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 8:0, 13:6, 19:6, 21:11, 30:11, 32:11, 37:17, 40:22, 45:26, 47:28, 55:35, 56:39, 62:43, 65:46, 70:.

KR: Alexandra Petersen 23/6 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 10/11 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 7/10 fráköst/3 varin skot, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 7, Gunnhildur Bára Atladóttir 5, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 4/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 14 í sókn.

Þór Ak.: Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/6 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 8, Hrefna Ottósdóttir 8, Gréta Rún Árnadóttir 7, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/9 fráköst, Magdalena Gísladóttir 3/4 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 3/5 fráköst, Árdis Eva Skaftadóttir 3.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jón Svan Sverrisson, Ingvar Þór Jóhannesson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert