KR tók Grindavík í kennslustund

Kristófer Acox sækir að vörn Grindvíkinga í kvöld.
Kristófer Acox sækir að vörn Grindvíkinga í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarar KR ásamt ÍR og Njarðvík tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik, Geysis-bikarnum.

KR-ingar tóku Grindvíkinga í kennslustund á heimavelli sínum og unnu 30 stiga sigur 95:65. Julian Boyd var stigahæstur í liði Íslandsmeistaranna með 25 stig og Kristófer Acox skoraði 15. Lewis Clinch var atkvæðamestur í liði Grindvíkinga með 20 stig.

ÍR-ingar höfðu betur gegn Skallagrímsmönnum í Hertz-hellinum í spennandi leik 86:79. Kevin Capers skoraði 27 stig fyrir ÍR og Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21. Aundre Jackson og voru með 20 stig hvor fyrir Skallagrím.

Njarðvíkingar, toppliðið í Dominos-deildinni, átti ekki í vandræðum með að vinna sigur gegn 1. deildarliði Vestra í Ljónagryfjunni 87:66. Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 14 stig en hjá Vestra var Nebojsa Knezevic stigahæstur með 18 stig.

KR - Grindavík 95:65

Gangur leiksins: 6:2, 14:6, 19:8, 24:12, 31:14, 38:18, 45:23, 51:28, 53:35, 61:37, 67:40, 71:48, 77:51, 83:54, 91:58, 95:65.

KR: Julian Boyd 25/10 fráköst, Kristófer Acox 15/9 fráköst, Finnur Atli Magnússon 12, Jón Arnór Stefánsson 11/8 fráköst/7 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 10/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Emil Barja 4.

Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/5 stoðsendingar, Jordy Kuiper 11/8 fráköst, Hilmir Kristjánsson 9, Johann Arni Olafsson 6, Ólafur Ólafsson 6, Tiegbe Bamba 5, Kristófer Breki Gylfason 3, Nökkvi Már Nökkvason 3, Ingvi Þór Guðmundsson 2.

Fráköst: 15 í vörn, 6 í sókn.

ÍR - Skallagrímur 86:79

Gangur leiksins: 4:6, 10:12, 20:16, 30:17, 32:29, 39:35, 43:37, 45:43, 50:52, 55:54, 59:57, 65:62, 71:68, 76:73, 80:74, 86:79.

ÍR: Kevin Capers 27/9 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/11 fráköst, Gerald Robinson 15/10 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 12/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 5/6 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 3/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 3.

Fráköst: 32 í vörn, 14 í sókn.

Skallagrímur: Domogoj Samac 20/6 fráköst, Aundre Jackson 20/7 fráköst, Matej Buovac 17/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kristján Örn Ómarsson 5, Gabríel Sindri Möller 4, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 3/6 stoðsendingar, Bergþór Ægir Ríkharðsson 1.

Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.

Njarðvík - Vestri 87:66

Gangur leiksins: 2:2, 10:8, 13:11, 17:16, 25:21, 34:27, 45:31, 50:36, 55:39, 61:39, 67:43, 71:52, 74:59, 79:59, 85:64, 87:66.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 14/6 fráköst, Mario Matasovic 13/7 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 11, Jeb Ivey 10/7 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 9, Jon Arnor Sverrisson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 5/7 fráköst, Julian Rajic 5/8 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 5, Logi Gunnarsson 4, Snjólfur Marel Stefánsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 14 í sókn.

Vestri: Nebojsa Knezevic 18/10 fráköst, Jure Gunjina 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 8/13 fráköst, Adam Smári Ólafsson 8, Ingimar Aron Baldursson 7, Hilmir Hallgrímsson 6, Hugi Hallgrímsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert