Lét lífið eftir fall af gígbarmi

Mount Ruang-eldfjallið í Indónesíu. Mynd úr safni.
Mount Ruang-eldfjallið í Indónesíu. Mynd úr safni. AFP/Adolof Buol

Kínversk kona lét lífið eftir að hafa fallið af gígbarmi eldfjalls í Indónesíu. Konan var að stilla sér upp fyrir myndatöku eiginmanns síns þegar hún féll 75 metra.

Konan er sögð hafa haldið hæfilegri fjarlægð frá barminum í fyrstu, eða sem nemur tveimur til þremur metrum, en leiðsögumaður sem varð vitni að banaslysinu kveðst hafa varað hjónin við hættunni.

Independent greinir frá

Var 31 árs gömul 

Hin 31 árs gamla Huang Lihong var ásamt eiginmanni sínum Zhang Yong í austurhluta Java-héraðs í Indónesíu í skoðunarferð þegar slysið varð. 

Þó Lihong hafi í fyrstu haldið hæfilegri fjarlægð þá færði hún sig aftar og nær barminum fyrir betri mynd. 

Á meðan hún gekk aftur á bak steig hún á fötin sín, missti jafnvægið og féll aftur fyrir sig og niður af barmi gígsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka