Bjórdeila fer fyrir Hæstarétt

Deila um sölu á bjór fer fyrir Hæstarétt.
Deila um sölu á bjór fer fyrir Hæstarétt. AFP

Hæstiréttur Íslands hefur veitt Dista ehf. áfrýjunarleyfi í máli fyrirtækisins gegn ÁTVR. Málið snýst um ákvörðun ÁTVR um að hætta sölu á Faxe Wit­bier og Faxe IPA í hálfs­lítra dós­um.

Eins og fram hefur komið á mbl.is og í Morgunblaðinu höfðaði heild­versl­un­in Dista ehf. mál á hend­ur ÁTVR í júní 2021 og krafðist ógild­ing­ar á tveim­ur ákvörðunum ÁTVR um að fella tvær bjór­teg­und­ir úr vöru­úr­vali þeirra og hætta inn­kaup­um þeirra þar sem þær hefðu ekki náð ákveðnu viðmiði um fram­legð.

Byggði Dista á því að ÁTVR hefði verið óheim­ilt að byggja ákvörðun­ar­töku sína á fram­legð þar sem það viðmið ætti ekki stoð í lög­um um versl­un með áfengi og tób­ak, held­ur bæri við ákv­arðanir þar um að miða við eft­ir­spurn kaup­enda, sem vísað væri til í 5. mgr. 11. gr. laga um versl­un með áfengi og tób­ak sem réðist af sölu­magni hlutaðeig­andi vöru.

Í júní 2022 felldi Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur úr gildi ákv­arðanir ÁTVR á þeim for­send­um að þær hafi brotið í bága við 1. mgr. 75. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og lög­mæt­is­reglu ís­lensks rétt­ar. Landsréttur sneri dómnum við í febrúar síðastliðnum.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir meðal annars: „Að virtum gögnum málsins verður talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun 5. mgr. 11. gr. laga nr. 86/2011.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert