Svona heldur Jon Bon Jovi sér í formi 62 ára

Jon Bon Jovi hugsar vel um heilsuna.
Jon Bon Jovi hugsar vel um heilsuna. AFP/Robyn Beck

Tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi er 62 ára og í hörkuformi. Hann æfir reglulega en passar líka mataræðið sérstaklega vel. Hann er til dæmis hættur að koma nálægt skyndibitastöðum. 

Bon Jovi opnaði ísskápinn sinn nýlega í viðtali við Mens' Health. Þar voru fáar óhollar matvörur en Bon Jovi segist borða mikið af vínberjum, bláberjum, brokkólí, jógúrti og hummus. Þá er sérstaklega mikið af grænu grænmeti í ísskápnum hans. 

Áður fyrr kom hann reglulega við á McDonalds og bílalúgum en segist ekki muna hvenær hann gerði það síðast. Hann reynir að sneiða hjá glúteini og þess vegna er pasta ekki jafnoft á matseðlinum og áður. Hann borðar einstaka sinnum rautt kjöt en heldur sig aðallega við kjúkling og fisk. 

Ekki gaman að vera á ströngum kúr

Bon Jovi hefur prófað að fara á mjög strangt mataræði. „Ég sneiddi hjá glúteini, mjólkurafurðum, áfengi og sykri á síðasta tónleikaferðalagi. Ég var mjög mjór en það var ekkert gaman við þetta,“ sagði Bon Jovi. 

Hætti að lyfta þungu

Bon Jovi passar að hreyfa sig eitthvað flesta daga en hann æfir fimm til sex sinnum í viku á morgnana. Áður fyrr var hann duglegur að lyfta lóðum og fór út að hlaupa. Hann var hins vegar farinn að meiðast og ákvað þá að breyta til. Hann vinnur mikið með teygjur og mótsöðu í æfingum og er allt annar í skrokknum. Auk þess finnst honum mjög gaman að spila tennis. 

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Bon Jovi í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál