Vélstjórahluturinn var 9 milljónir á mánuði

Vilhelm Þorsteinsson er stórt uppsjávarskip í eigu Samherja.
Vilhelm Þorsteinsson er stórt uppsjávarskip í eigu Samherja. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenskir sjómenn fá hærra uppgjörsverð en starfsbræður þeirra í Noregi. Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson í grein sem hann birti á heimasíðu Samherja í dag.

Í grein sinni birtir Þorsteinn launatölur sjómanna og vélstjóra á tveimur uppsjávarskipum útgerðarinnar. Kemur þar fram að hásetahlutur á árinu 2015 hafi verið frá 95 þúsund til 194 þúsund krónur hvern úthaldsdag, mismunandi eftir því hvaða veiðar voru stundaðar hverju sinni.

Laun yfirvélstjóra segir hann hafa numið frá 148 þúsund til 308 þúsund krónum á dag – og að auki séu greidd 10% af öllum launum í lífeyrissjóð.

Hluturinn frá 20 til 64 milljónir á ári

Sjá má í töflu sem Þorsteinn Már hefur tekið saman að árslaun háseta með orlofi á umræddum skipum eru frá tæpum 20 milljónum króna til rúmra 40 milljóna. Yfirvélstjórar á sömu skipum eru með árslaun frá tæpum 30 milljónum króna til rúmra 64 milljóna.

Hlutur yfirvélstjóra á tveimur uppsjávarveiðiskipum Samherja hafi verið 9 milljónir króna í september, og við það bætist tæp milljón í lífeyrissjóðsgreiðslur.

Þorsteinn ber saman launakjör íslenskra sjómanna og norskra og segir Íslendinga hafa það mun betra en Norðmenn. Uppgjörsverð til íslenskra sjómanna sé að meðaltali 16% hærra en til þeirra norsku, og að launahlutfall á íslenskum skipum sé jafnan hærra en á norskum.

Umræðan verður að vera málefnaleg, segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri …
Umræðan verður að vera málefnaleg, segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Mynd af heimsíðu Samherja.

Tenging veiða og vinnslu lykilatriði

„Íslendingar eru í forystu í sjávarútvegi í heiminum í dag. Við Íslendingar gerum meiri verðmæti úr okkar þorski en allir aðrir og vinnum fiskinn meira en almennt gerist. Norðmenn vinna fiskinn mun minna og búa til minni útflutningsverðmæti en við úr hverju kílói,“ skrifar Þorsteinn Már.

Hann bendir á að það sé algert grundvallaratriði að veiðar, vinnsla og markaðsstarf séu á sömu hendi. Án þess sé ekki mögulegt að halda uppi vinnslu í landvinnslum allan ársins hring eða standa við gerða langtímasamninga við kaupendur úti í heimi.

Umræðan í engu samræmi við árangurinn

Hann segist furðu lostinn yfir því að talsmaður vélstjóra hafi opinberlega dregið starfsmenn útgerðarinnar inn í umræðuna með því að segja þá óhæfa til að sinna stöfum sínum. Þá segir Þorsteinn Már að umræðan um sjávarútveg hafi verið óvenju óvægin og hörð undanfarið, og ekki í neinu samræmi við árangur íslensks sjávarútvegs.

„Laun sjómanna hafa oft á tíðum verið góð, vinnslustig í landi hefur farið hækkandi, kjör landverkafólks hafa batnað og sjávarútvegsfyrirtæki hafa unnið náið með íslenskum iðnfyrirtækjum við að þróa heimsklassa afurðir sem þau síðan hafa náð að selja erlendis með tilheyrandi verðmætasköpun. Þessi samvinna á sér vart hliðstæðu en ég get bara vonað að við förum í að bera saman stöðu okkar við stöðu annarra þjóða þegar kemur að sjávarútveginum.  Við ættum að meta hvernig við stöndum okkur sem í þessari grein störfum og hverju hún skilar til þjóðarbúsins,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson að endingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »