Fölnun Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu í ár er sú versta sem sögur fara af samkvæmt opinberri skýrslu sem birt var í dag. Mikil hlýindi í hafinu ollu því að allt að 67% kórala í norðurhluta rifsins sem varð verst úti drápust. „Kóralarnir voru soðnir,“ segir aðalhöfundur skýrslunnar.
Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir langvarandi hlýindum. Þegar þeir ofhitna losa þeir sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og sjá þeim fyrir orku með ljóstillífun. Við það fölna kóralarnir og geta drepist ef hlýindin vara í lengri tíma.
Frétt Mbl.is: Náttúruundur í lífsháska
Hlýindin sem voru í hafinu um allt Kóralrifið mikla í febrúar, mars og apríl eru þau mestu frá því að mælingar hófust. Meðalhitastig sjávar var þá að minnsta kosti 1°C hærra en í meðalári. Skýrsla kóralrannsóknamiðstöðvar ástralska rannsóknaráðsins hjá James Cook-háskóla leiðir í ljós að hlýindin hafi leikið rifið grátt. Verst var ástandið í norðurhluta rifsins en í miðhluta þess dóu um 6% kóralanna. Suðurhlutinn er hins vegar sagður við góða heilsu.
Orsakir hlýindanna liggja í el niño-veðurfyrirbrigðinu sem bættist ofan á hnattræna hlýnun af völdum manna á fyrri hluta ársins. Terry Hughes, aðalhöfundur rannsóknarinnar, varar við því að hnattræn hlýnun af völdum manna muni leiða til árlegrar fölnunar Kóralrifsins innan tuttugu ára.
Aðrir vísindamenn sem hafa rannsakað Kóralrifið mikla segja fölnunina nú þá langverstu sem þeir hafi upplifað.
„Það er hrikalegt að fara út í hafið á stað sem maður hefur komið á í tuttugu ár og það er bara búið að velta honum um koll,“ segir Andrew Hoey sem kortlagði eyðilegginguna í kringum Eðlueyju nyrst í Queensland-ríki þar sem allt að 90% kórala hafa drepist.
Anne Hogget, forstöðumaður sjávarrannsóknastöðvar á Eðlueyju segir fölnunin nú þá langverstu frá því að hún hóf störf árið 1990.
„Það varð fölnun hér árið 2002. Við héldum að hún væri slæm á sínum tíma en þessi hefur slegið henni algerlega við,“ segir Hogget við breska ríkisútvarpið BBC.
Kóralrifið mikla er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar. Þar þrífast þúsundir dýrategunda sem hafa þróast til að lifa í faðmi þess. Dauði kóralana er því verulegt áhyggjuefni vegna vistkerfisins en einnig fyrir fjölmarga íbúa Ástralíu sem reiða sig á rifið efnahagslega, bæði í gegnum ferðamennsku og veiðar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 713,85 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.12.24 | 534,99 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.12.24 | 713,85 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.12.24 | 303,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.12.24 | 187,94 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.12.24 | 10,95 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.12.24 | 112,85 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.12.24 | 67,60 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
21.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Karfi | 261 kg |
Þorskur | 203 kg |
Keila | 107 kg |
Ýsa | 37 kg |
Samtals | 608 kg |
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 11.697 kg |
Ýsa | 99 kg |
Steinbítur | 45 kg |
Keila | 4 kg |
Samtals | 11.845 kg |
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 103.876 kg |
Ýsa | 944 kg |
Samtals | 104.820 kg |
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa | |
---|---|
Karfi | 189.310 kg |
Þorskur | 103.686 kg |
Grálúða | 54.139 kg |
Gulllax | 9.379 kg |
Blálanga | 7.603 kg |
Ufsi | 2.610 kg |
Hlýri | 1.608 kg |
Steinbítur | 1.339 kg |
Ýsa | 605 kg |
Langa | 334 kg |
Arnarfjarðarskel | 207 kg |
Keila | 76 kg |
Kolmunni | 26 kg |
Samtals | 370.922 kg |