„Fyrir það fyrsta höfum við ekki tekið þessa ákvörðun. En ástæðan fyrir því að við höfum uppi þessi áform eru fyrirsjáanlegir rekstrarerfiðleikar í landvinnslu,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við mbl.is en fyrirtækið áformar að loka botnfiskvinnslu sinni á Akranesi og sameina hana vinnslu þess í Reykjavík.
„Helsta ástæðan fyrir þeim er sterkt gengi krónunnar. Það er fyrst og fremst ástæðan. Kostnaður innanlands hefur hækkað en fiskverð ekki. Þannig að staðan og við eigum þennan möguleika að vinna þennan bolfisk sem við erum að veiða í einu húsi. Þannig að það er það sem við erum að skoða,“ segir hann. Þannig sé einfaldlega um hagræðingu að ræða.
Frétt mbl.is: Mun hætta bolfiskvinnslu á Akranesi
Spurður hvenær endanleg ákvörðun muni liggja fyrir segir Vilhjálmur að liggi væntanlega fyrir síðari hluta dags á miðvikudaginn eftir fund með fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Komi til þess að ákvörðunin verði tekin munu 93 störf verða lögð niður á Akranesi. Spurður hvort einhver störf flytjist til Reykjavíkur segir Vilhjálmur að það verði þá skoðað í framhaldinu ef af verði.
Þá segir hann ekki liggja fyrir hvernig staðið verði að því að loka botnfiskvinnslunni á Akranesi komi til þess. Verði ákvörðunin tekin verður haft samband við Vinnumálastofnun enda yrði þar með um hópuppsögn að ræða.
Fyrirtækið hyggst efla aðra starfsemi þess á Akranesi að því er sagði í fréttatilkynningu í dag en auk botnfiskvinnslunnar rekur HB Grandi skipaverkstæði, fiskimjölsverksmiðju, loðnuvinnslu og tvö dótturfyrirtæki, Norðanfisk og Vigni G. Jónsson, á Akranesi.
Spurður hvort það gæti leitt til fleiri starfa segir Vilhjálmur að ekkert liggi fyrir í þeim efnum en hugur HB Granda standi til þess. „Það liggur fyrir að við viljum efla bæði starfsemi Norðanfisks og Vignis G. Jónssonar.“
Ein ástæðan fyrir áformunum er að hafnaraðstaðan og önnur aðstaða á Akranesi gerir HB Granda ekki mögulegt að vinna allan botnfiskafla ísfisktogara fyrirtækisins. Vilhjálmur segir viðræður við bæjaryfirvöld á Akranesi hafa staðið í mörg ár í þeim efnum.
Spurður hvort eitthvað geti komið í veg fyrir að ákvörðun um lokun vinnslunnar verði endanlega tekin segist Vilhjálmur ekki sjá það í hendi sér. Hins vegar hafi bæjaryfirvöld og verkalýðshreyfingin núna tækifæri til þess að benda á leiðir í þeim efnum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 578,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 470,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,19 kr/kg |
23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 20.699 kg |
Ýsa | 1.007 kg |
Langa | 44 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Ufsi | 17 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 21.820 kg |
22.1.25 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 7.601 kg |
Ufsi | 2.479 kg |
Samtals | 10.080 kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 578,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 470,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,19 kr/kg |
23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 20.699 kg |
Ýsa | 1.007 kg |
Langa | 44 kg |
Keila | 29 kg |
Steinbítur | 20 kg |
Ufsi | 17 kg |
Karfi | 4 kg |
Samtals | 21.820 kg |
22.1.25 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 7.601 kg |
Ufsi | 2.479 kg |
Samtals | 10.080 kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |