„Þarna eru mörg störf sem eru að tapast“

Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, telur að draga …
Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, telur að draga mætti úr samdrætti í sjávarútvegi ef meira af afla væri unninn hér á landi. mbl.is/Hari

„Það hlýtur að segja sig sjálft að samdráttur í aflaheimildum hefur bein áhrif á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi,“ segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, í samtali við 200 mílur er leitað er viðbragða vegna uppsagnar 32 starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækisins Agustson ehf. í Stykkishólmi. HAnn segir leiðir færar til að vega upp á móti samdrætti í greininni.

Fram kom í tilkynningu Agustson vegna uppsagnarinnar að hækkandi rekstrarkostnaður ásamt lækkaðra aflaheimilda samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir næsta fiskveiðiár hafi orðið til þess að ákvörðun um uppsagnir hafi orðið óumflýjanleg.

Arnar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að byggja upp þorskstofninn sem ætlað var á undanförnum áratugum. Þá sé samdráttur í útgefnum hámarksafla tilefni til að minnast á að væri allur sá fiskur sem fluttur er óunninn úr landi unninn hérlendis myndi það, í töluverðum mæli, vega upp á móti samdrættinum, að sögn hans.

Vinna þurfi meira hérlendis

Vísar Arnar með þessu til þess að í fyrra hafi 16.219 tonn af óunnum þorski verið fluttur óunninn úr landi en boðaður samdráttur í hámarksafla næsta fiskveiðiárs nema rúm 34 þúsund tonn af þorski. Þá var í fyrra flutt út 7.984 tonn af óunnum ufsa, 5.607 tonn af óunnum steinbít, 13.776 tonn af óunnum karfa og 6.573 tonn af óunni ýsu. Samtals 50.159 tonn af fiski.

Talið er að áhrif ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar fyrir helstu tegundir verði tekjusamdráttur upp á 12 milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Á sama tíma áætlar Landssamband smábátaeigenda að útflutningsverðmæti óunnins þorsks, steinbíts, ufsa og ýsu 2020 hafi numið um 17 milljörðum króna.

„Það er verðmætasköpun fólgin í því að flytja ekki afla óunninn úr landi. [...] Það eru kannski um 10 störf fyrir hver þúsund tonn sem er unnin hér á landi, þannig að þarna eru mörg störf sem eru að tapast,“ segir Arnar.

Hann segir ljóst að ekki verði unnt að bæta stöðuna eins lengi og til sé „þessi tvöfalda verðmyndun í landinu, þessi möguleiki fyrirtækja að komast hjá hámörkun á verðmætasköpun." Vísar hann til þess að fyrirtæki sem eru bæði með veiðar og vinnslu geti selt afla frá skipi beint í vinnslu án þess að aðrir fá tækifæri til að bjóða í fiskinn eins og fyrirtæki sem reka vinnslu án veiða þurfa að gera á fiskmörkuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,39 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,30 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,09 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,39 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »