„Reiðarslag fyrir bæjarfélagið“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. mbl.is/Golli

„Þetta er bara reiðarslag fyrir bæjarfélagið og alvarleg tíðindi fyrir okkur Skagamenn, verði af þeim áformum að hér muni 93 starfsmenn fá uppsögn,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, í samtali við mbl.is. HB Grandi tilkynnti í dag að fyrirtækið áformi að loka botn­fisk­vinnslu sinni á Akra­nesi og sam­eina hana vinnslu fyrirtækisins í Reykja­vík.

Frétt mbl.is: Mun hætta botnfiskvinnslu á Akranesi

Sævar segir að í raun sé málið enn verra en virðist í fyrstu, því ekki tapist aðeins þessi 93 störf heldur muni önnur fyrirtæki á Akranesi og starfsfólk þeirra, sem starfa í þjónustu við HB Granda, verða fyrir afleiðingum þessa. „Þannig að fyrir ekki stærra bæjarfélag en okkar er ekki hægt að lýsa því öðruvísi en að þetta sé reiðarslag,“ segir Sævar. Honum er mikið niðri fyrir vegna málsins og óttast hann afleiðingarnar verði áformin að veruleika.

„Eins og staðan er akkúrat núna er erfitt að segja til um það hvort við munum hafa einhverja vissu fyrir þetta fólk til framtíðar, en ég óttast það að það gæti orðið erfitt,“ segir Sævar, spurður hvort kostur sé á öðrum störfum á Akranesi fyrir þá einstaklinga sem kunni að missa vinnuna.

Frétt mbl.is: „Mönnum ekki til sóma“

Spurður hvort forsvarsmenn HB Granda hafi gert bæjaryfirvöldum viðvart um áformin áður en tilkynnt var um þau í dag segir Sævar svo ekki vera. „Við höfum hins vegar haft áhyggjur af stöðunni og verið að ræða við HB Granda um hvað þarf til þess að tryggja að þessi vinnsla geti verið áfram á Akranesi,“ útskýrir Sævar. Staðan sé þannig að um helmingur kvótans komi frá Akranesi og til HB granda og því sé sárt að sjá eftir vinnslunni úr bænum.

„Þeir hafa farið yfir hugmyndir um það að þeir vilji sameina þetta á einn stað til þess að hagræða í vinnslunni,“ bætir hann við. „Þær hugmyndir sem við höfum kynnt fyrir þeim er þá hvernig við getum mætt öllum þeirra framtíðarkröfum hvað varðar höfnina eða landrýmið til þess að þeir geti haft fiskvinnslu og útgerð áfram á Akranesi.“

Frétt mbl.is: Helsta ástæðan gengi krónunnar

Sævar segir að á síðustu dögum hafi Akraneskaupstaður komið hugmyndum sínum um þetta á framfæri við forsvarsmenn HB Granda en samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag hyggst fyrirtækið ræða við bæjaryfirvöld á Akranesi nú í framhaldinu. „Og ég er að vona að byggt á þeim hugmyndum getum við fundið flöt á málinu til framtíðar,“ segir Sævar að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 595,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 720,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 472,48 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.372 kg
Þorskur 468 kg
Keila 200 kg
Hlýri 46 kg
Karfi 18 kg
Samtals 4.104 kg
23.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.849 kg
Þorskur 830 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.681 kg
23.1.25 Toni NS 20 Landbeitt lína
Ýsa 3.362 kg
Þorskur 2.465 kg
Keila 61 kg
Hlýri 4 kg
Karfi 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 5.897 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 595,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 720,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 472,48 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.372 kg
Þorskur 468 kg
Keila 200 kg
Hlýri 46 kg
Karfi 18 kg
Samtals 4.104 kg
23.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.849 kg
Þorskur 830 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.681 kg
23.1.25 Toni NS 20 Landbeitt lína
Ýsa 3.362 kg
Þorskur 2.465 kg
Keila 61 kg
Hlýri 4 kg
Karfi 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 5.897 kg

Skoða allar landanir »