Fiskvinnslurnar ekki á leið úr landi

Jens Garðar Helgason, formaður SFS.
Jens Garðar Helgason, formaður SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Það stendur ekki til hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að fara með fiskvinnslur sínar úr landi og segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafi á undanförnum árum varið miklum fjármunum til fjárfestinga í fiskvinnslum vítt og breitt um landið. 

Nokkrir hafa stigið fram í dag og gagnrýnt Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur fyrir að hafa ýjað að því í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjávarútvegsfyrirtæki kynnu að fara úr landi með fiskvinnslur sínar. Meðal þeirra eru Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi harðlega slíkar fyrirætlanir í ræðustól Alþingis í dag og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem sagði hótanirnar „lýsa miklum hroka“.

Rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja er að þyngjast

Jens Garðar segir að rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja sé stöðugt að þyngjast og hafi undanfarið þyngst mjög mikið. „Kostnaðarhækkanir innanlands og styrking krónunnar, sem og lægra verð á erlendum mörkuðum í mörgum tegundum eru meðal aðliggjandi þátta sem verða til þess að rekstrarumhverfið er mjög erfitt um þessar mundir,“ segir Jens.

Hann áréttar að orð framkvæmdastjóra SFS hafi verið slitin úr samhengi og að fiskvinnslan sé ekki á leiðinni úr landi. „Orð framkvæmdastjórans voru slitin úr samhengi, og það er miður að slíkt hafi gerst.“

Arðurinn sem hefur orðið í sjávarútvegi frá bankahruni hefur meira og minna farið í fjárfestingu í greininni að sögn Jens Garðars, í endurnýjun á skipakosti og framleiðslutækjum í landi. „Og það er akkúrat fyrir kerfið sem við höfum í dag að íslenskur sjávarútvegur er betur í stakk búinn að takast á við þær áskoranir sem blasa við greininni,“ segir Jens. „Því má ekki gleyma í almennri umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið og greinina í heild. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki búa yfir frábæru og góðu starfsfólki og eru stolt af því að fullvinna íslenskan fisk hér á landi. Á því verður engin breyting.“

„Okkur hefur tekist að byggja upp öflug fyrirtæki sem standast áskoranirnar, jafnvel þótt þau þurfi að hagræða. Það gleymist oft í umræðunni. Við værum í mun verri málum ef fyrirtækin væru ekki búin að búa í haginn með fjárfestingum, bæði í skipum og framleiðslutækjum. Með áherslu á meiri gæði á betur borgandi mörkuðum,“ segir hann.

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það af og frá …
Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það af og frá að fiskvinnslur séu á leið úr landi. Um fjögur þúsund manns starfa við fiskvinnslu á Íslandi. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 451,30 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 618,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,27 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 251,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 226,39 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 16.971 kg
Samtals 16.971 kg
15.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.805 kg
Samtals 2.805 kg
15.1.25 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Sandkoli 63 kg
Ýsa 25 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 91 kg
15.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.621 kg
Ufsi 939 kg
Ýsa 369 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.021 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.1.25 451,30 kr/kg
Þorskur, slægður 15.1.25 618,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.1.25 395,27 kr/kg
Ýsa, slægð 15.1.25 251,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.1.25 226,39 kr/kg
Ufsi, slægður 15.1.25 255,74 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 15.1.25 174,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa
Karfi 16.971 kg
Samtals 16.971 kg
15.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.805 kg
Samtals 2.805 kg
15.1.25 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Sandkoli 63 kg
Ýsa 25 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 91 kg
15.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 4.621 kg
Ufsi 939 kg
Ýsa 369 kg
Karfi 92 kg
Samtals 6.021 kg

Skoða allar landanir »