Veiðigjöldin eru orðin töluverð byrði

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Ófeigur

Það er að koma æ betur í ljós að gera þarf ákveðnar lagfæringar á íslenska veiðigjaldakerfinu. Á yfirstandandi fiskveiðiári hafa margar útgerðir rekið sig á að gjöldin hafa hækkað töluvert á sama tíma og rekstraraðstæður fara versnandi.

„Reiknireglan tekur mið af 33% af hagnaði útgerðanna fyrir tveimur árum sem leiðir til þess að gjöldin fyrir fiskveðiárið 2017-18 eru ríflega tvöfalt hærri en árið þar á undan. Þá er skuldsettum útgerðum ekki lengur veittur afsláttur af gjaldinu á þessu fiskveiðiári og útkoman er því miður sú að hjá sumum eru gjöldin þrefalt og jafnvel fjórfalt hærri í ár,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

Árið 2015 var gott rekstrarár fyrir sjávarútveginn og því eru mjög háar tölur notaðar til að reikna út veiðigjaldið. Í millitíðinni hefur það gerst að krónan hefur styrkst mikið með tilheyrandi lækkun tekna fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem selja megnið af afla sínum til erlendra markaða.

„Gengisþróunin veldur því að reksturinn hefur þyngst verulega og spá greiningaraðilar því að krónan muni styrkjast enn frekar,“ segir Heiðrún. „Á sama tíma koma upp vandamál á mikilvægum mörkuðum eins og Bretlandi þar sem pundið hefur veikst vegna Brexit. Markaðir fyrir loðnu, makríl og síld eru líka mjög erfiðir um þessar mundir.“

Heiðrún bendir á að íslenskur sjávarútvegur glími nú þegar við …
Heiðrún bendir á að íslenskur sjávarútvegur glími nú þegar við alls kyns ófyrirsjáanlegar sveiflur Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Ávísun á frekari samþjöppun

Fyrir sum fyrirtækin í greininni er ástandið orðið ómögulegt.

„Þegar óhagfelldar aðstæður á mörkuðum, styrking krónunnar og hækkandi veiðigjald fara saman þá er fátt annað í stöðunni, fyrir þá sem hafa ekki náð að byggja sig nægilega vel upp fjárhagslega til að takast á við djúpan dal, en að hagræða verulega í rekstrinum eða selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun,“ segir Heiðrún og bætir við að hún verði vör við það hjá aðilum sem annast kaup og sölu fyrirtækja að sjávarútvegsfyrirtæki leiti í auknum mæli til þeirra með sölu í huga.

Heiðrún bendir á að veruleg samþjöppun kunni að hafa óæskilegar afleiðingar fyrir bæði sjávarútveg og byggðir landsins.

„Sú umgjörð sem sjávarútvegi hefur verið búin miðar m.a. að því að viðhalda traustri byggð um allt land og að þar séu í boði góð störf. Við viljum hafa fjölbreytta atvinnugrein, þar sem bæði lítil og stór fyrirtæki fái þrifist og að dreifing þeirra sé um landið allt.“

Heiðrún segir rétt og eðlilegt að halda áfram að móta og fínstilla veiðigjaldakerfið. „Veiðigjaldi var komið á árið 2004 og við fá fordæmi var þá að styðjast. Það mátti því gera ráð fyrir að einhverjir ágallar í forsendum þess kæmu í ljós með aukinni reynslu af álagningu og innheimtu þess. Þegar ástandið er eins og það er nú, með háum gjöldum en erfiðum rekstrarskilyrðum, sést glögglega að þörf er á að bæta einstakar forsendur gjaldtökunnar,“ segir hún.

„Ég myndi telja það farsælast að nú verði sest niður og forsendur þessarar skattheimtu skoðaðar betur. Við erum komin með ágætis reynslu á innheimtu veiðigjalds og farin að geta glöggvað okkur nokkuð vel á því hvar vandamálin liggja, og hvar gæti verið skekkja í forsendum þessa skattstofns,“ segir Heiðrún.

„Greinin fellst á að það sé eðlilegt að greiða fyrir nýtingu auðlindarinnar, og telur raunar að allar atvinnugreinar sem nýta náttaúruauðlindir landsins ættu að greiða gjald til þjóðarinnar í einhverju formi. Hins vegar verður gjaldtakan að vera hófleg og sanngjörn, og um leið gagnsæ svo að fyrirtækin geti áttað sig á því hvert umfang gjaldtökunnar mun verða nokkur ár fram í tímann.“

Heiðrún bendir á að veruleg samþjöppun kunni að hafa óæskilegar …
Heiðrún bendir á að veruleg samþjöppun kunni að hafa óæskilegar afleiðingar fyrir bæði sjávarútveg og byggðir landsins. mbl.is/Alfons Finnsson

Heimatilbúinn óvissuþáttur

Heiðrún bendir réttilega á að íslenskur sjávarútvegur glími nú þegar við alls kyns ófyrirsjáanlegar sveiflur og því æskilegt að veiðigjaldið bæti ekki enn einum óvissuþættinum við reksturinn.

„Mikið af þeim sveiflum sem við eigum við að etja eru af þeim toga að við getum ekki haft nein áhrif á þær, s.s. hvernig efnahagsástandið þróast í viðskiptalöndum okkar eða hvaða stefnu stjórnmálin taka í löndum eins og Nígeríu, Rússlandi og Bretlandi svo nokkur nýleg og veigamikil dæmi séu nefnd. Hins vegar ættum við að reyna að lágmarka heimatilbúnu vandamálin. Á þau getum við sem samfélag haft áhrif og reynt eftir fremsta megni að afstýra því að þau verði til.“

Þá segir Heiðrún líka að skattlagning sjávarútvegsins megi ekki vera svo mikil að hún fari að bitna á framtíðarvexti greinarinnar og fjárfestingargetu.

„Hátt veiðigjald getur hækkað tekjur hins opinbera til skamms tíma en á móti kemur að það mun auka á samþjöppun, fjárfestingar munu dragast saman og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði verður erfiðari. Íslenskur sjávarútvegur er í mörgum tilvikum að keppa við ríkisstyrktan sjávarútveg annarra ríkja og íslensk stjórnvöld geta því ekki dregið með skattheimtu sinni úr getu íslenskra fyrirtækja til að keppa í þessu umhverfi. Það mun til lengri tíma draga úr tekjum hins opinbera og skaða samfélagið allt. Með hóflegri skattheimtu og góðum rekstrarskilyrðum hér á landi munum við sjá öflugar fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja. Tæknibylting er hafin í sjávarútvegi og með samstarfi sjávarútvegs við tækni-, nýsköpunar- og þjónustufyrirtæki verður Ísland áfram leiðandi í heiminum þegar kemur að nýtingu sjávarauðlindarinnar.“

Viðtalið birtist í heild sinni í sérstöku sjávarútvegsblaði 200 mílna og Morgunblaðsins sem fylgdi blaðinu þann 17. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.24 523,57 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.24 522,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.24 308,19 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.24 241,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.24 126,31 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.24 295,63 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 7.11.24 327,20 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 30.728 kg
Ýsa 24.952 kg
Skarkoli 2.196 kg
Ufsi 422 kg
Sandkoli 311 kg
Karfi 143 kg
Steinbítur 135 kg
Grálúða 111 kg
Hlýri 101 kg
Þykkvalúra 82 kg
Langa 55 kg
Skötuselur 54 kg
Djúpkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 59.301 kg
7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 1.308 kg
Skrápflúra 718 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 225 kg
Sandkoli 205 kg
Steinbítur 104 kg
Samtals 3.025 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.24 523,57 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.24 522,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.24 308,19 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.24 241,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.24 126,31 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.24 295,63 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 7.11.24 327,20 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.24 Þinganes SF 25 Botnvarpa
Þorskur 30.728 kg
Ýsa 24.952 kg
Skarkoli 2.196 kg
Ufsi 422 kg
Sandkoli 311 kg
Karfi 143 kg
Steinbítur 135 kg
Grálúða 111 kg
Hlýri 101 kg
Þykkvalúra 82 kg
Langa 55 kg
Skötuselur 54 kg
Djúpkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 59.301 kg
7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 1.308 kg
Skrápflúra 718 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 225 kg
Sandkoli 205 kg
Steinbítur 104 kg
Samtals 3.025 kg

Skoða allar landanir »