Frakkar hafa krafist þess á lokuðum fundum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að Bretar veiti ríkjum ESB rétt til fiskveiða í breskri lögsögu næstu 25 árin. Þetta hafa Frakkar sett sem skilyrði fyrir því að gerður verði fríverslunarsamningur við Breta, samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph, sem greindi frá þessu í gærkvöldi.
ESB hefur varað Breta við því að vilji þeir ná fríverslunarsamningi eftir útgönguna úr sambandinu sé skilyrði að samningar takist um fyrirkomulag fiskveiða fyrst, helst áður en júlímánuður gengur í garð.
Samkvæmt frétt Telegraph munu Bretar ekki vera tilbúnir að leyfa ESB-ríkjum að framlengja veiðiréttindi sín í breskri lögsögu nema um eitt ár frá útgöngu ríkisins úr sambandinu. Ljóst er að nokkuð ber þarna á milli, eða um tæpan aldarfjórðung.
Telja má öruggt að hart verði tekist á um þetta málefni í þeim viðræðum sem fram undan eru á milli Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðarsamband ríkisins og ríkjasambandsins.
Formlega var skrifað undir útgöngusamning Bretlands og Evrópusambandins í gær. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og æðstu leiðtogar Evrópusambandsins, þau Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnarinnar og Charles Michel forseti leiðtogaráðsins rituðu öll nafn sitt á plaggið í gær.
Bretland gengur því úr Evrópusambandinu um komandi mánaðamót og þar með einnig úr Evrópska efnhagssvæðinu, EES. Þó er kveðið á um það í samningnum sem nú hefur verið undirritaður að regluverk ESB og aðrir alþjóðasamningar, þ.m.t. EES-samningurinn, gildi áfram um Bretland út aðlögunartímabil sem stendur til ársloka.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.12.24 | 710,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.12.24 | 707,99 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.12.24 | 401,74 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.12.24 | 174,32 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.12.24 | 211,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.12.24 | 62,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.12.24 | 140,85 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.236 kg |
Samtals | 1.236 kg |
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.140 kg |
Samtals | 1.140 kg |
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet | |
---|---|
Grálúða | 192.678 kg |
Þorskur | 6.879 kg |
Samtals | 199.557 kg |
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 186.991 kg |
Ýsa | 154.221 kg |
Karfi | 48.438 kg |
Ufsi | 9.809 kg |
Steinbítur | 1.935 kg |
Skarkoli | 206 kg |
Þykkvalúra | 151 kg |
Langa | 92 kg |
Samtals | 401.843 kg |