Harma hve illa Bretum hefur tekist að semja

Sir Barney White-Spunner segir UK Fisheries hafa reynt að vekja …
Sir Barney White-Spunner segir UK Fisheries hafa reynt að vekja athygli á áhrif skertar aflaheimilda til breskra skipa í kjölfar Brexti, en að útgerðin hafi talað fyrir daufum eyrum breskra stjórnvalda Ljósmynd/UK Fisheries

Breska útgerðarfélagið UK Fisheries, sem er í sameiginlegri eigu Samherja og hollenska útgerðarfélagsins Parlevliet van der Plas, kvartar nú sáran yfir því hve illa hafi tekist að ná að lenda hagstæðum fiskveiðisamningum í kjölfar Brexit. Hafa breskar útgerðir séð fram á töluverðan niðurskurð í veiðiheimildum sínum.

Fyrir Brexit veiddi togari félagsins, Kirkella, um 10 þúsund tonn af norðurslóðaþorski í norskri lögsögu en fær nú aðeins að veiða um 500 tonn.

Jane Sandell, forstjóri UK Fisheries, sagði nýverið við Intrafish að misheppnaðar samningaviðræður hefðu einfaldlega veitt Noregi forskot á breska markaðnum. „Við ættum ekki að vera svona háð öðrum þjóðum við að fylla fisk- og franskar-verslanirnar okkar.“

Hún segir ljóst að lækkun í markaðshlutdeild UK Fisheries hafi komið til vegna aukins framboðs erlendra útgerða sem hafa veiðiheimildir á kostnað breskra útgerða. Kallar Sandell eftir því að fiskveiðiheimildum verði komið í sama horf og fyrir Brexit.

Bresk yfirvöld eru jafnframt gagnrýnd fyrir að hafa talað umfiskveiðisamninganna sem gerðir voru í kjölfar Brexit sem sigur, í raun hafi kvóti til breskra skipa verið helmingaður.

Jane Sandell, forstjóri UK Fisheries.
Jane Sandell, forstjóri UK Fisheries. Ljósmynd/UK Fisheries

Ekki hlustað í fleiri ár

„Í meira en þrjú ár höfum við hjá UK Fisheries, fyrir hönd áhafnanna sem við erum fulltrúar fyrir og fjölskyldna þeirra, þrýst á Defra (ráðuneyti umhverfismála, matvæla og dreifbýlis) og DIT (ráðuneyti alþjóðaviðskipta) um að endurheimta hvítfiskkvótans undan ströndum Noregs og í og í kringum Barentshafið, sem fram til ársins 2019 veiddum bresku efnahagslífi til heilla,“ sagði Sir Barney White-Spunner, stjórnarformaður ráðgjafastjórnar UK Fisheries, í yfirlýsingu sem meðal annars var birt á vef félagsins.

Togarinn Kirkella sem er eitt þeirra síðustu skipa Breta sem stunda veiðar á þessum norðlægu slóðum og er eini breski togarinn sem landar norðurslóðaþorski og ýsu í Bretlandi. White-Spunner segir að um tilvistarbaráttu sé að ræða og að ljóst að staðan ógni fæðuöryggi þar sem Bretland verði einfaldlega háðari innflutningi frá Íslandi, Noregi og Rússlandi.

„Beiðnir okkar um að fá að lifa af hafa fallið fyrir daufum eyrum, eða réttara sagt, þær hafa heyrst en ekki hlustað á þær. Defra[-ráðuneytið] er einfaldlega hætt að bregðast við rökum okkar,“ segir hann.

Þá sakar White-Spunner fyrrverandi ráðherra umhverfismála, matvæla og dreifbýlis, Victoriu Prentis, um að hafa beitt því gegn fyrirtækinu að eigendurnir séu íslenskir og hollenskir. Harmar hann að slíku sé beitt til að hafa lífsviðurværi að breskum sjómönnum. „Við borgum alla okkar skatta í Bretlandi og áhafnir okkar eru að mestu leyti breskar.“

Biðlar White-Spunner til nýrrar ríkisstjórnar og nýs forsætisráðherra að hlusta á „skynsemina í því sem við segjum. Gefðu okkur þetta „haf tækifæra“ og hjálpaðu okkur að varðveita störf, fjárfestingar og atvinnugrein sem er að minnsta kosti enn um sinn mikilvægur hluti af menningu og þjóðareinkenni okkar.“

Togarinn Kirkella veiddi um tíma 8% af öllum fiski sem …
Togarinn Kirkella veiddi um tíma 8% af öllum fiski sem seldur var í fisk og franskar í Bretlandi. Ljósmynd/UK Fisheries

Íhaldsmenn sætt gagnrýni

Prentis, sem nú hefur færst til um ráðuneyti, var mikið gagnrýnd á sínum tíma er nýir fiskveiðisamningar voru gerðir. Viðurkenndi hún fyrir þingnefnd 2021 að hafa ekki lesið samninginn.

Málið er nú hjá nýjum ráðherra umhverfismála, matvæla og dreifbýlis, Ranil Jayawardena. Hvort einhver breyting verði á stefnu breskra stjórnvalda í málaflokknum á eftir að koma í ljós, en ljóst þykir að mikil óánægja er að finna meðal breskra sjómanna og útgerða með skort á árangri ríkisstjórnar Boris Johnsons í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »