Þekkingarleysi innan ESB-ríkja truflar útflutning

Talið er að margt megi betur fara til þess að …
Talið er að margt megi betur fara til þess að stuðla að frekari nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu. mbl.is/Árni Sæberg

Talið er að á síðastliðnum tíu árum hafi verið stofnuð 60 til 70 nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu hér á landi sem starfa enn. Þessi fyrirtæki þurfa að takast á við ýmsar áskoranir og hafa verið lagðar til tíu tillögur að úrbótum í nýrri skýrslu sem er unnin sem samstarfsverkefni Íslenska sjávarklasans og Matarauðs Íslands í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Íslandsstofu.

Sagt er frá því í skýrslunni að frumkvöðlar telja erfiðleika vera að hefja rekstur þar sem mikill kostnaður fylgi framleiðslu frá upphafi enda er þeim óheimilt að vera með atvinnurekstur án þess að vera með nokkurn á launaskrá. Lagt er til að skoðað verði hvort hvort auka megi undanþágur nýsköpunarfyrirtækja til að greiða opinber gjöld um einhvern tíma, þar með talið launatengd gjöld.

Flutningskostnaður innanlands og á milli Íslands og annarra landa er sagður íþyngjandi og að beri að skoða hvernig megi lækka hann fyrir frumkvöðlafyrirtæki. Jafnframt þurfi að vekja áhuga fjárfesta á þátttöku í matvælafyrirtækjum og skoða hvort hægt er að beita einhverjum skattalegum aðgerðum til þess.

Fram kemur í skýrslunni að borið hafi á þekkingarleysi í tollafgreiðslu meðal aðildarríkja Evrópusambandsins í sambandi við stöðu þeirra ríkja sem eru innan Evrópska efnahagssvæðisins en utan Evrópusambandsins sem leitt hefur til kostnaðar og tafa. „Utanríkisráðuneytið þarf að auka upplýsingagjöf til ESB um þessi mál,“ segir í skýrslunni.

Skýrari vinnureglur eftirlitsins

Þá er einnig lagt til að auka styrki til að vinna að markaðs- og sölumálum erlendis og að skoðað verði hvort efla megi útflutning með sameiginlegu vörumerki, ráðgjafaneti um útflutning og nánari samvinnu fyrirtækja. Talið er að það þurfi skýrari vinnureglur og aukið gagnsæi við eftirlit. Auk þess þurfi að einfalda stofnun matvælafyrirtækja, en það er talið umtalsvert flóknara á Íslandi en í mörgum samkeppnislöndum.

Bent er á að stuðningur við matarfrumkvöðla hjá Matís hafi reynst vel „en huga þarf að því að koma upp öflugra atvinnueldhúsi og annarri aðstöðu fyrir matarfrumkvöðla sem verði samnýtt af fyrirtækjum.“

Hvatt er til að áfengislöggjöfin verði endurskoðuð með minni framleiðendur í huga sérstaklega hvernig tilhögun innheimtu gjalda og stöðu þeirra í tengslum við matarferðaþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 420,10 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 264,15 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 137,39 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,41 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 266,55 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 6 kg
Skötuselur 6 kg
Langa 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 123 kg
7.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.221 kg
Þorskur 50 kg
Samtals 3.271 kg
7.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 3.493 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 3.670 kg
7.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 3.064 kg
Þorskur 180 kg
Samtals 3.244 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.5.24 420,10 kr/kg
Þorskur, slægður 7.5.24 604,76 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.5.24 264,15 kr/kg
Ýsa, slægð 7.5.24 130,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.5.24 137,39 kr/kg
Ufsi, slægður 7.5.24 140,41 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 7.5.24 266,55 kr/kg
Litli karfi 6.5.24 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 47 kg
Hlýri 6 kg
Skötuselur 6 kg
Langa 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 123 kg
7.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.221 kg
Þorskur 50 kg
Samtals 3.271 kg
7.5.24 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 3.493 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 3.670 kg
7.5.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 3.064 kg
Þorskur 180 kg
Samtals 3.244 kg

Skoða allar landanir »