Gera ráð fyrir minni tekjum í tvö til þrjú ár

Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma og formaður Samtaka fyrirtækja í …
Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir ljóst að fyrirtæki verði að gríða til aðgerða til að mæta tekjusamdrætti í ljósi þess að Hafrannsóknastofnun ráðleggur að mun minna sé veitt af þorski á næsta fiskveiðiári. Ljósmynd/SFS

Útgerðir búa sig nú undir samdrátt í kjölfar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar vegna fiskveiðiársins 2021/2022 sem kynnt var í gærmorgun. Þar er gert ráð fyrir töluvert minni þorskveiðum í ár en í fyrra, en viðmiðunarstofn þorsks hefur verið ofmetinn síðustu ár.

„Ég verð bara að segja það að þetta eru mikil vonbrigði og þungbær tíðindi. Þetta er svo mikill niðurskuður og mjög óvænt. Þetta mun valda tekjusamdrætti hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og ljóst að menn verða að grípa til aðgerða í sínum rekstri til að mæta þessu,“ segir Ólafur H. Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

„Ég sé samt ekkert annað í stöðunni en að við fylgjum ráðgjöf Hafró. Við verðum að taka á þessu af ábyrgð og fylgja þessari vísindalegu ráðgjöf með langtímahagsmuni í huga,“ bætir Ólafur við.

Rýrir ekki traust

Spurður hvort ofmat Hafrannsóknastofnunar á stofnstærðinni undanfarin ár sé til þess fallin að rýra traust útgerðarmanna til stofnunarinnar segir Ólafur svo ekki vera. Þá hafi stofnunin skýrt stöðuna fyrir hagsmunaaðilum í gær og lýst því hvernig samsetning stofnsins hafi breyst.

mbl.is

„Það sem er óþægilegt fyrir útveginn er hversu óvænt þetta gerist og að menn hafi ekki séð þetta fyrir með meiri fyrirvara, getað gefið út einhverjar viðvaranir um hvað væri í vændum þannig að menn hefðu einhvern fyrirvara til að bregðast við. En það er ekki þannig að þetta rýri tiltrú okkar á stofnuninni,“ segir Ólafur.

Endurmat viðmiðunarstofns þorsks ætti að lækka ráðgjöf um aflamark um 27% í um 188 þúsund tonn en vegna jöfnunartækis í aflareglu lækkar ráðgjöfin um 13%. Ólafur telur þetta gefa til kynna að ráðgjöfin kunni að haldast lág í einhvern tíma. „Ég held að það sé nokkuð ljóst og það sem þeir [Hafrannsóknastofnun] hafa sagt er að bata er ekki að vænta næstu tvö til þrjú árin. En aflareglan er sett saman af ástæðu, það er verið að draga úr sveiflum og kannski í ljósi þess að vísindin eru ekki mjög nákvæm.“

Áþekkt ástand

Má þá búast við erfiðara rekstrarumhverfi í einhvern tíma?

„Já, ég skil það þannig að við munum þurfa að búa við eitthvert áþekkt ástand næstu tvö til þrjú árin.“

Spurður hvort þetta séu mikil vonbrigði í ljósi þess að greinin er byrjuð að sjá fyrir endann á áhrifum kórónuveirufaraldursins svarar Ólafur: „Auðvitað eru þetta vonbrigði, en við verðum að horfa til þess að við erum með einhvern sterkasta hrygningarstofn í 40 til 60 ár og mjög sterkan viðmiðunarstofn. Það sem er kannski að gerast þarna er að það eru tveir slakir árgangar að koma inn í veiðina og það leiðir af sjálfu sér til niðursveiflu, en svo ofan á þetta kemur þetta ofmat sem ýkir niðursveifluna svona mikið.“

„En við erum [...] heilt yfir með mjög sterkan þorskstofn og þess vegna er svo mikilvægt að menn horfi til langtímahagsmuna. Þeir felast í því að við förum varlega og hlítum vísindalegri ráðgjöf í þessum efnum.“

Vona að bætt verði í

„Að sjá tveggja stafa tölu eru gríðarleg vonbrigði. Ég átti von á að það myndi minnka eitthvað en ekki svona mikið,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við 200 mílur í gær.

Hann kveðst binda vonir við að ráðherra sjávarútvegsmála fari út fyrir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar til að lina höggið sem fylgir skerðingunni. „Ég held það sé alveg hægt. Þrettán prósenta niðurskurður í okkar helstu tegund er bara allt of mikið. Smábátarnir eru alveg háðir þorskinum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.24 427,30 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.24 559,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.24 273,56 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.24 314,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.24 137,11 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.24 157,45 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.24 212,18 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.24 Greifinn SU 58 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
15.5.24 Norðri HF 22 Handfæri
Þorskur 681 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 710 kg
15.5.24 Dagrún HU 121 Handfæri
Þorskur 765 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 778 kg
15.5.24 Kópur HU 118 Handfæri
Þorskur 688 kg
Samtals 688 kg
15.5.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 325 kg
Samtals 325 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.24 427,30 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.24 559,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.24 273,56 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.24 314,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.24 137,11 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.24 157,45 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.24 212,18 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.24 Greifinn SU 58 Handfæri
Þorskur 775 kg
Samtals 775 kg
15.5.24 Norðri HF 22 Handfæri
Þorskur 681 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 710 kg
15.5.24 Dagrún HU 121 Handfæri
Þorskur 765 kg
Ýsa 7 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 778 kg
15.5.24 Kópur HU 118 Handfæri
Þorskur 688 kg
Samtals 688 kg
15.5.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 325 kg
Samtals 325 kg

Skoða allar landanir »