Vilja banna innflutning á norskum þorski og makríl

Evrópskir útgerðarmenn eru ekki sáttir við hvernig Norðmenn hafa staðið …
Evrópskir útgerðarmenn eru ekki sáttir við hvernig Norðmenn hafa staðið að útgáfu aflaheimilda í deilistofnum. AFP

Samtök evrópskra útgerðarmanna (Europeche) saka norsk stjórnvöld um að misnota stöðu sína vegna óleystra Brexit-mála og eigna sér aflahlutdeildir aðildarríkja Evrópusambandsins í þorski og makríl. Í yfirlýsingu á vef sínum hvetja samtökin íbúa Evrópusambandsins til að sniðganga norskar sjávarafurðir og Evrópusambandið til að loka innri markaðnum fyrir norskum þorski og makríl.

„Brotthvarf Bretlands úr ESB hefur gjörbreytt fiskveiðistjórnuninni og pólitískri stöðu í norðausturhluta Atlantshafs. Í því skyni að nýta sér þetta ástand virðist Noregur hafa yfirgefið leið samráðs og góðs samstarfs og ákveðið einhliða að hirða með ólögmætum hætti fiskkvóta ESB. Þessi aðgerð ógnar ekki aðeins uppbyggilegu framtíðarsamstarfi við ESB heldur einnig sjálfbærni mikilvægra fiskstofna eins og makríls og þorsks. Þar sem 60% af fiskinum sem Norðmenn veiða enda á Evrópumarkaði hvetja útgerðarmenn ESB-borgara til að hætta neyslu norskra sjávarafurða,“ segir í yfirlýsingunni.

Engir samningar eru milli strandríkja um hvernig skuli skipta makrílnum en ríkin hafa öll gefið út einhliða kvóta. Hækkuðu Norðmenn og Færeyingar kvóta til sinna skipa um 55%.

Loka innri markaðnum

Því er haldið fram að þessi framganga Norðmanna hafi verið til þess fallin að hvetja önnur ríki til að fara sömu leið og Norðmenn og er sérstaklega vísað til Færeyja sem sakaðar eru um að hafa einhliða aukið sinn hlut í makrílveiðunum. „Þessi afstaða sýnir ekki aðeins augljósa fyrirlitningu gagnvart alþjóðalögum heldur einnig augljóst virðingarleysi gagnvart ESB sem samstarfsaðila og bandamanni.“

Í yfirlýsingunni er einnig að finna ákall til stofnana Evrópusambandsins um að „loka innri markaðnum fyrir þessum afurðum og fjarlægja viðskiptaívilnanir sem veittar eru norskum fiskafurðum, sérstaklega varðandi þorsk og makríl.“ Fullyrðir Europeche að þessar aðgerðir yrðu ekki aðeins „sterkt svar“ við meintum brotum Norðmanna heldur einnig mikilvægur þáttur í að vernda evrópsk fyrirtæki.

„Samkvæmt sjávarútveginum er nóg af makríl sem veiddur er af [fyrirtækjum innan] ESB, svo enginn skortur er á hráefni og þess vegna er alls engin þörf á aukaframboði á Evrópumarkað,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 419,05 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 542,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 320,27 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 164,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 144,84 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 220,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 193,41 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 507 kg
Keila 153 kg
Steinbítur 145 kg
Ufsi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 824 kg
12.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.448 kg
Samtals 2.448 kg
12.5.24 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 6.413 kg
Þorskur 4.005 kg
Þykkvalúra 3.602 kg
Ufsi 2.339 kg
Skarkoli 2.284 kg
Langa 516 kg
Steinbítur 345 kg
Samtals 19.504 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 419,05 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 542,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 320,27 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 164,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 144,84 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 220,83 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 193,41 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 507 kg
Keila 153 kg
Steinbítur 145 kg
Ufsi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 824 kg
12.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.448 kg
Samtals 2.448 kg
12.5.24 Bergur VE 44 Botnvarpa
Ýsa 6.413 kg
Þorskur 4.005 kg
Þykkvalúra 3.602 kg
Ufsi 2.339 kg
Skarkoli 2.284 kg
Langa 516 kg
Steinbítur 345 kg
Samtals 19.504 kg

Skoða allar landanir »