Frambjóðendur skila inn listum í Hörpu

Landskjörstjórn tekur við framboðum til forseta Íslands á milli klukkan 10 og 12 í dag í Hörpu. Frambjóðendum ber að skila listum með meðmælum frá 1.500-3.000 kjósendum. Blaðamenn mbl.is munu fylgjast með gangi mála í Hörpu í dag.

Farið verður yfir meðmælalistana um helgina og frambjóðendur látnir vita ef eitthvað þarf að lagfæra.

Alls skiluðu tólf inn undirskriftarlista, það eru: Arnar Þór Jóns­son, Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, Ástþór Magnús­son, Bald­ur Þór­halls­son, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Loga­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Helga Þóris­dótt­ir, Jón Gn­arr, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, og Viktor Traustason.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert