3,8 milljarða hagnaður á þriðja ársfjórðungi

Brim skilaði myndarlegum hagnaði á þriðja ársfjórðungi.
Brim skilaði myndarlegum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. mbl.is/Hari

Brim hf. seldi vörur fyrir 113 milljónir evra, jafnvirði 17,4 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaður félagsins í ársfjórðungnum 25 milljónum evra á þessu tímabili, jafnvirði 3,8 milljarða íslenskra króna, en var 23 milljónir evra ársfjórðunginn á undan.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu í tilefni af ársfjórðungsuppgjöri Brims.

„Makrílveiðar félagsins hófust í lok júní og gengu vel. Skipin Venus, Víkingur og Svanur voru með samstarf um veiðarnar þar sem aflanum var dælt í eitt skipanna þangað til það náði settum afla. Skipin veiddu ríflega 26 þúsund tonn af makríl sem landað var á Vopnafirði. Makrílveiðum lauk 31. ágúst og hófust þá síldveiðar á norsk-íslenskri síld og stóðu þær veiðar fram í október,“ segir í tilkynningunni.

Einnig segir að bolfiskveiðar og -vinnsla hafi gengið vel á þessum tíma. „Afli bolfiskskipa félagsins var 13 þúsund tonn á þriðja ársfjórðungi en var um 11 þúsund tonn árið áður. Frystitogarinn Sólborg RE-27 var tekinn í notkun um miðjan ágúst eftir gagngerar endurbætur. Örfirisey RE-4 og Viðey RE-50 stoppuðu vegna viðhaldsverkefna á tímabilinu.“

Eignir aukist meira en skuldir

Eignir félagsins hafa aukist um 35 milljónir evra frá áramótum og að þær voru alls 978 milljónir evra í lok þriðja ársfjórðungs, það eru rúmir 150 milljarðar íslenskra króna. Þar af voru fastafjármunir 807 milljónir evra en veltufjármunir 171 milljón.

Skýringin á hækkun fastafjármuna er sögð kaup Brims á 50% hlut í Polar Seafood Denmark A/S og kaupum á frystitogaranum Tuukkaq.

Eigið fé 30. september nam 467 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall 47,8% en var 48% í lok árs 2022. Heildarskuldir félagsins hafa hækkað um 20 milljónir evra frá áramótum og voru 511 milljónir evra í lok þriðja ársfjórðungs.

Í lok fjórðungsins var tilkynnt samkomulag um kaup á 10,83% hlut Sjávarsýnar ehf. í Iceland Seafood International hf.

Mikilvægt að hafa fjölbreyttan rekstur

„Afkoma fjórðungsins er sambærileg því sem var í fyrra og sýnir hve mikilvægt er að vera með fjölbreyttan rekstur. Það er óvissa í Evrópu núna vegna stríðs og verðbólgu. Erfitt er að spá um hvað gerist á okkar afurðamörkuðum á næstu mánuðum en það styrkir Brim að vera með margar tegundir afurða eins og sést á þessum ársfjórðungi þar sem verð á lýsi og mjöli voru góð. Sterkt og gott sölunet styrkir alla þætti starfseminnar á tímum eins og núna,“ er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, í tilkynningunni.

„Efnahagur félagsins er traustur og eiginfjárstaðan góð. En það er líka óvissa á Íslandi en óvissuna má minnka ef atvinnulífið, bæði atvinnurekendur og verkalýðsfélög, hefja strax málefnalegt og skynsamlegt samtal við stjórnvöld um hvernig við ætlum að ná niður verðbólgunni,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 394,28 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,34 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 169,98 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 143,59 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 394,28 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,34 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 169,98 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 143,59 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 483 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 532 kg
30.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 65 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 958 kg
30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »