Fjölguðu veiðidögum í annað sinn um 15

Grásleppubátar fá 55 veiðidaga í stað 40 sem ákveðið var …
Grásleppubátar fá 55 veiðidaga í stað 40 sem ákveðið var fyrr í mánuðinum. Upphaflega var þeim úthutaðir 25 dagar. mbl.is/Hafþór

Veiðidögum á grásleppuvertíðinni hefur verið fjölgað úr 40 í 55 samkvæmt reglugerð sem gefin var út í gær. Umgjörð veiðanna virðist taka tíðum breytingum.

Fiskistofa kveðst í tilkynningu á vef sínum fjölga dögum hjá þeim skipum sem eru á grásleppuveiðum eða eiga eftir að fara á grásleppuveiðar.

Landssamband smábátaeigenda (LS) kveðst í færslu á vef sínum leita svara hjá Matvælaráðuneytinu um hvaða aðstæður hafi komið upp sem leitt hafi til þess að ákveðið hafi verið að fjölga veiðidögum eins rækilega og raun ber vitni.

Er þetta önnur ákvörðunin um fjölgun veiðidaga í þessum mánuði en þeim var í byrjun apríl fjölgað úr 25 í 40.

Veiðitímabili skyndilega flýtt

Vertíð þessa árs er nokkuð frábrugðin þeirri síðustu. Tók Katrín Jakobsdóttir, sem þá var staðgengill matvælaráðherra, ákvörðun um að flýta upphafi grásleppuveiða um 19 daga með aðeins viku fyrirvara. Hófust því grásleppuveiðarnar 1. mars og féll það misjafnt í grásleppusjómenn enda voru þeir mislangt komnir í undirbúningi vertíðarinnar.

LS sagði þá helstu ástæðu þess að ætti að hefja veiðar fyrr væri „að á undanförnum árum hefur markaður fyrir fersk grásleppuhrogn í Danmörku farið vaxandi. Samfara hefur útflutningur héðan aukist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjómanna og útflytjenda. Markaðurinn er þó enn takmarkaður við tímann frá áramótum og fram að páskum. Þar sem páskar eru mjög snemma í ár, páskadagur 31. mars, er hætt við að íslenskir sjómenn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyrir fersk grásleppuhrogn hefjist vertíðin 20. mars.“

Á fyrstu dögum vertíðarinnar var verð á grásleppunni hátt, um 600 krónur á kíló. Eftir því sem leið á vertíðina varð verðhrun.

Heimiluðu hlé

Í kjölfar verðhrunsins var ákveðið að heimila grásleppubátum sem hófu veiðar á rímabilinu 1. til 20. mars að gera hlé á veiðum og geyma veiðidaga sína þar til hefðbundið veiðitímabil tók við eftir 20. mars. Myndu þá hefjast samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir.

Verð hækkaði aðeins í kjölfarið en óhætt er að segja að síðustu daga hefur verð verið heldur lágt. Frá 19. apríl hefur verð verið undir hundrað krónum á kíló.

Greint er frá því á vef LS að 21. apríl voru grásleppubátarnir búnir að veiða 1.151 tonn af þeim 4.030 tonnum sem heimilt er að veiða á vertíðinni. Aflinn hefur fengist í 792 löndunum og hefur því hver löndun skilað 1,45 tonni, en 97 bátar hafa hafið veiðar.

Fram til 21. apríl á síðasta ári voru grásleppubátarnir búnir að ná 1.330 tonnum og höfðu 107 bátar hafið veiðar. Afli í hverri löndun var þá 1,48 tonn og er því svipað og á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 333,99 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 124,76 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 127,10 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Skúli ST 75 Grásleppunet
Grásleppa 2.690 kg
Þorskur 867 kg
Ufsi 185 kg
Skarkoli 133 kg
Steinbítur 42 kg
Samtals 3.917 kg
3.5.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 5.413 kg
Þorskur 1.277 kg
Skarkoli 175 kg
Ufsi 65 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 6.965 kg
3.5.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 282 kg
Grásleppa 207 kg
Steinbítur 33 kg
Skarkoli 29 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 563 kg

Skoða allar landanir »

Loka