Þú finnur allt í sjálfsölum í Japan

Sjálfsalar í Japan selja allt milli himins og jarðar.
Sjálfsalar í Japan selja allt milli himins og jarðar. Samsett mynd

Japan er frægt fyrir einstakan mat, söguleg musteri og guðdómlega náttúru. Landið er einnig þekkt fyrir að geyma ótrúlegt magn af sjálfsölum sem bjóða upp á allt milli himins og jarðar. Þessi sólarhringssölutæki eru ómissandi hluti af japönsku lífi, en þar er að finna um það bil eina vél á hverja 23 íbúa, samkvæmt nýlegum tölum sem birtust á Independent.

Sjálfsalar eru án efa eitt af því fyrsta sem ferðamenn og aðfluttir taka eftir þegar þeir lenda í Japan og þá sérstaklega Tókýó. Flestir þeirra selja ýmiss konar mat, drykki og sælgæti sem flest okkar eru vön að grípa með okkur úr slíkum vélum.

Margir sjálfsalanna geyma þó ýmsa hluti sem óvíst er að þú sjáir annars staðar. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um skrítnustu hlutina sem hægt er að kaupa í sjálfsölum víðs vegar um Japan.

Hundahárkollur

Ef þú vilt taka sniðuga búningamynd af hundinum þínum þá er hægt að grípa hundahárkollu í næsta sjálfsala í Japan.

„Notuð“ undirföt

Það er mjög vinsælt að sjálfsalar selji „notuð“ kvenmannsundirföt með myndum af þeim konum sem eiga að hafa klæðst þeim.

Kynlífsleikföng

Japönsk ástarhótel eru flestöll með sjálfsala sem bjóða upp á ýmiss konar kynlífsleikföng. Slíkir sjálfsalar henta vel fyrir þá sem kjósa að krydda kynlífið en telja sig of feimna til þess að mæta á staðinn og versla í eigin persónu.

Bjór á krana

Langar þig í ískaldan bjór en nennir ómögulega á barinn? Þá er bara að taka stopp við sjálfsala og grípa einn ískaldan. Bara að muna að taka glasið með þér!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert