5 bresk hótel sem kosta undir 30 þúsund

The Address í Glasgow er stílhreint í alla staði.
The Address í Glasgow er stílhreint í alla staði. Skjáskot/Instagram

Ferðatímarit The Times tók saman lista yfir bestu hótelin í Bretlandi þar sem nóttin kostar undir 30 þúsund krónum. 

Mama Shelter í London

Mama Shelter er vinsæl hótelkeðja sem rekur hótel víðsvegar um Evrópu, sérstaklega í Frakklandi. Það er staðsett í tíu mínútna göngufæri frá Bethnal Green neðanjarðarlestarstöðinni. Hótelið er óvenjulegt og líflegt. Hönnun þess er frumleg og djörf, sterkir litir og mynstur ráða ríkjum. Þá er andrúmsloftið létt og leikur í fyrirrúmi.

Mama Shelter hótelið í London er sannarlega litríkt og líflegt.
Mama Shelter hótelið í London er sannarlega litríkt og líflegt. Skjáskot/Instagram



The Address í Glasgow

Hótelið The Address er staðsett í miðbæ Glasgow sem þýðir að það er í göngufæri við alla helstu staði. Þá er stíll hótelsins vandaður og ekkert herbergjanna er eins. Þau eru öll innréttuð í hlutlausum litum og yfirbragð þeirra er rólegt og yfirvegað. Tilvalin til afslöppunar. Þá er þrefalt gler í gluggum til þess að tryggja góðan nætursvefn. Inni á hótelinu er auk þess frábær kokteilbar.

The Address í Glasgow er vel staðsett í fallegri byggingu.
The Address í Glasgow er vel staðsett í fallegri byggingu. Skjáskot/Instagram

Whitworth Locke í Manchester

Gamalli bómullarverksmiðju var breytt í hótel með 160 rúmgóðum herbergjum þar sem hátt er til lofts. Á jarðhæð hótelsins er flottur suðrænn veitingastaður, Peru Perdu, sem er opinn allan daginn og þar er hægt að fá góða steik. Staðsett við Princess Street og stutt er í iðandi mannlíf og söfn.

Veitingastaðurinn Peru Perdu er flottur og maturinn þykir góður.
Veitingastaðurinn Peru Perdu er flottur og maturinn þykir góður. Skjáskot/Instagram

School Lane Hotel í Liverpool

Hótelið er staðsett í fallegri byggingu frá Viktoríu tímanum og ber þess glöggt merki. Haldið hefur verið í fallegan byggingarstíl hússins með hárri lofthæð og fallegum gluggum. Herbergin eru látlaus en stílhrein. Hótelið er vel staðsett en stutt er að rölta í hverfi þar sem nóg er af veitingastöðum.

Liverpool er borg sem allir verða að heimsækja. Hótelið School …
Liverpool er borg sem allir verða að heimsækja. Hótelið School Lane þykir vel staðsett fyrir ferðalanga. Skjáskot/Instagram

Municipal Hotel í Liverpool

Hótelið er í glæsilegri byggingu í hjarta borgarinnar með flottum klukkuturni sem trónir yfir borginni. Þá er er einnig vinsælt að kíkja þangað í Afternoon Tea eða fá sér drykk á barnum sem þykir flottur.

Municipal hótelið í Liverpool er mjög smekklegt að innan.
Municipal hótelið í Liverpool er mjög smekklegt að innan. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert