„Pabbinn þarf á smá áfallahjálp að halda“

Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eignuðust dóttur.
Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eignuðust dóttur. Skjáskot/Facebook

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings, og María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eignuðust stúlku þann 3. febrúar síðastliðinn. 

Arnar tilkynnti gleðifregnirnar í fallegri færslu á Facebook þar sem hann birti myndir af dótturinni og skrifaði: „Fallega stelpan okkar kom í heiminn kl. 14.22 á laugardaginn 03.02.24, eftir að hafa mætt upp á spítalann tæpum 20 mín fyrr eftir mjög svo stressandi bílferð. Hetjan hún María mín og barni heilsast vel en pabbinn þar á smá áfallahjálp að halda.“

Arnar og María sögðu frá því að þau ættu von á barni í nóvember 2023, en fyrir eiga þau eina dóttur saman. Þá á Arnar einnig tvö börn úr fyrra sambandi. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert