15 íslensk verkefni fengu norrænan styrk

Merki norræna menningarsjóðsins
Merki norræna menningarsjóðsins

15 íslensk menningarverkefni fengu styrk úr Norræna menningarsjóðnum árið 2011, samkvæmt tilkynningu.

Á síðasta ári greiddi Norræni menningarsjóðurinn út 23,4 milljónir danskra króna til 232 norrænna samstarfsverkefna. 15 af þessum verkefnum eru íslensk og fengu þau verkefni samanlagt 1,393 milljónir danskra króna í styrk. Það svarar til tæplega 30 milljóna íslenskra króna.

Fulltrúar Íslands í stjórn sjóðsins eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og Siv Friðleifsdóttir alþingismaður.

 „Íslendingar hafa sýnt Norræna menningarsjóðnum mikinn áhuga. Í fyrra úthlutaði sjóðurinn tæplega 1,4 milljónum danskra króna til menningarverkefna sem Íslendingar stýra. Á síðustu árum hafa umsóknir frá Íslandi aukist og það er mjög gleðilegt,“ segir Siv Friðleifsdóttir í tilkynningu.

Árið 2012 mun Norræni menningarsjóðurinn útdeila um 26,5 milljónum danskra króna  til samnorrænna menningarverkefna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav