Má flugvöllur heita Rommel?

Erwin Rommel hershöfðingi.
Erwin Rommel hershöfðingi. Bundesarchiv, Bild 146-1973-012-43 / CC-BY-SA

Borgaryfirvöld í Stuttgart í Þýskalandi hafa ákveðið að nefna flugvöll borgarinnar Rommel eftir fyrrverandi borgarstjóra borgarinnar, Manfred Rommel. Það hefur hins vegar vakið upp áhyggjur af því að einhverjir telji að flugvöllurinn sé nefndur eftir föður hans, Erwin Rommel, sem var einn þekktasti hershöfðingi Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni.

Manfred Rommel lést í nóvember síðastliðnum, 84 ára að aldri, en hann gegndi embætti borgarstjóra Stuttgart í 22 ár. Hann þótti halda vel á fjármálum borgarinnar, standa vörð um réttindi innflytjenda og sýna mikinn siðferðisstyrk í störfum sínum samkvæmt fréttavefnum Thelocal.de. Haft er eftir núverandi borgarstjóra, Fritz Kuhn, að Rommel yngri hafi mörgum öðrum fremur staðið fyrir umburðarlyndi, sættir og opin samskipti á milli þjóða heimsins. Það væru þessi frjálslyndu viðhorf sem væru grundvöllur ákvörðunarinnar að nefna flugvöllinn eftir honum.

En sem fyrr segir hafa ýmsir lýst áhyggjum af því að sú ákvörðun að tengja nafnið Rommel við flugvöllinn gæti valdið ruglingi í ljósi þess að Erwin Rommel hafi verið einn af herforingjunum í her nasistaleiðtogans Adolfs Hitlers. „Ég myndi skammast mín mjög yfir því að heimsækja vini í Ísrael með töskuna mína merkta með flugvallarnafninu Rommel,“ er haft eftir þátttakenda í umræðum um málið á netinu.

Erwin Rommel, marskálkur, stýrði nokkrum af herjum þýska hersins í orrustum í Norður-Afríku og var heiðraður með einu af æðstu heiðursmerkjum af Hitler. Hann var hins vegar neyddur til þess að taka eigið líf árið 1944 eftir að hafa verið sakaður um að taka þátt í samsæri um að myrða einræðisherrann.

Borgaryfirvöld í Stuttgart hafa í hyggju að nefna flugvöllinn Manfred-Rommel-Flughafen en endanleg ákvörðun um flugvallarnafnið verður tekin í júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson