Shia LaBeouf handtekinn

Shia LaBeouf hefur verið í uppreisn gegn frægðinni upp á …
Shia LaBeouf hefur verið í uppreisn gegn frægðinni upp á síðkastið. mbl.is/Reuters

Leikarinn Shia LaBeouf var handtekinn á dögunum á leikhússýningu í New York, að því er fram kemur á vef People.

LaBeouf var handtekinn á sýningu í Studio 54-leikhúsinu í Manhattan á Broadway-sýningunni Cabaret eftir að hann hafði látið öllum illum látum og látið eins og leikhúsdólgur og þurfti hér um bil að halda honum niðri. 

Talsmaður Broadway-sýningarinnar segir að leikarinn hafi farið að haga sér illa strax í byrjunaratriði sýningarinnar og í hléi var honum vísað út úr leikhúsinu.

Talsmaður leikarans hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um málið en leikarinn hefur ekki verið ákærður. Lögregla í New York heldur rannsókn málsins þó áfram.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav