Hakkarinn á flótta

Jennifer Lawrence lenti illa í tölvuhakkara.
Jennifer Lawrence lenti illa í tölvuhakkara. mbl.is/AFP

Hakkarinn sem talinn er bera ábyrgð á lekanum á nektarmyndum af Jennifer Lawrens er sagður vera á flótta undan bandarísku alríkislögreglunni (FBI).

Hakkarinn er sagður hafa stolið og lekið ljósmyndum af nokkrum stórstjörnum á myndasíðuna 4Chan en alríkislögreglan tilkynnti nýverið að nú yrði gripið í taumana og hann gómaður.

Nafnlausi hakkarinn á að hafa flúð felustað sinn eftir að alríkislögreglan gaf út yfirlýsingu um að leit að honum væri hafin. Þá er hann sagður hafa skrifað færslu á spjallborð  4Ch­an myndasíðunnar um að hann myndi færa sig um set en halda áfram að birta nektarmyndir gegn fjárframlögum.

Hakkarinn virðist vera nokkuð stoltur af þessu uppátæki sínu. „Ég vil bara láta ykkur vita að ég gerði þetta ekki eins míns liðs. Ég þurfti hjálp frá nokkrum öðrum til að þetta gæti orðið að veruleika. Við kunnum að meta fjárframlög ykkar.“

FBI skoðar lekamálið

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg