Lawrence valdi að vera ber

Forsíða Vanity Fair.
Forsíða Vanity Fair.

„Ef einhver reitir mig til reiði með því að birta nektarmyndir af mér, er ég viss um að það næsta sem ég myndi gera væri EKKI að sitja fyrir hálfnakin í tímariti,“ skrifaði Bruce Kasanoff, viðskiptablaðaður á vefnum LinkedIn Pulse, um myndasyrpu af bandarísku leikkonunni Jennifer Lawrence í nýjasta hefti Vanity Fair. Á myndunum situr Lawrence fáklædd fyrir. Nýlega var nektarmyndum af henni og fleiri þekktum leikkonum stolið og þeim dreift á netinu.

Skrif Kasanoff hafa verið harðlega gagnrýnd og varð sú gagnrýni til þess að hann umskrifaði textann. Upphaflega hafði fyrirsögnin verið: „Af hverju brjóst Jennifer Lawrence rugla mig“ en síðar breytti hann henni í: „Af hverju Jennifer Lawrence ruglar mig“.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt skrif Kasanoffs er Rachel Kramer Bussel, dálkahöfundur Time.

„Að sitja fyrir nakin eða hálfnakin getur verið leið til tjáningar, þó að það þurfi ekki alltaf að vera svo,“ skrifar Bussel. „Ég efast um að stjarna sem er jafn valdamikil og Lawrence hafi verið þvinguð á nokkurn hátt til að bera brjóst sín, sem þýðir að hún hafi sjálf fengið að ákveða hver myndi sjá þessar myndir (Vanity Fair lesendur). Það val hafði hún ekki þegar nektarmyndunum sem teknar voru í einrúmi, var stolið og þær birtar. Þetta hefur hún ítrekað staðfest í viðbrögðum sínum við lekamálinu, þar sem hún sagði að þetta hefði verið ger gegn vilja hennar og að henni hefði liðið eins og „kjötstykki sem færi manna á milli í hagnaðarskyni“.“

Það sem m.a.  hefur verið gagnrýnt í skrifum Kasanoffs er að hann opinberi hræsni sína er hann hélt því fram að öllum væri frjálst að gera allt sem þeir vilja en að sama skapi hneykslaðist hann á ákvörðun Lawrence að láta mynda sig hálfnakta.

Fleiri hafa haldið þessu fram, m.a. blaðamaðurinn Felix Salmon sem gagnrýndi rök Lawrence fyrir að fara í myndatökuna hjá Vanity Fair. Lawrence sagði: „Ég vil ekki vera reið, en á sama tíma þá hugsa ég: Ég leyfði þér ekki að hofa á nakinn líkama minn.

Bussel segir að nektarmyndirnar sem var lekið og myndirnar í Vanity Fair því vera tvennt ólíkt. Þær eigi ekkert sameiginlegt nema nektina.

„Með því að velja að sitja fyrir nakin, og bera höfuðið hátt, bókstaflega, er hún að senda þau skilaboð að það hafi ekki verið það að gónt var á beran líkama hennar sem hún vildi ekki, heldur það að myndirnar voru teknar og birtar ólöglega og án hennar samþykkis.“

  Eða eins og Lawrence segir sjálf í Vanity Fair: „Þetta er minn líkami og á að vera mitt val.“

Viðtalið við Lawrence í Vanity Fair.

Leikkonan Jennifer Lawrence.
Leikkonan Jennifer Lawrence. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir