Fékk „Hannibal-grímu“ í fangelsi

Leikarinn Shia LaBeouf á leið inn í réttarsal í september. …
Leikarinn Shia LaBeouf á leið inn í réttarsal í september. Þar játaði hann brot sitt. AFP

Leikarinn Shia LaBeouf þurfti að dúsa í fangelsi í 24 klukkustundir eftir að hafa verið handtekinn fyrir óspektir á almannafæri í júní á þessi ári. LaBeouf segir dvölina í fangelsinu hafa verið erfiða en hann þurfti að klæðast einskonar spennitreyju og grímu sem minnti á grímuna sem mannætan Hannibal var með í samnefndri kvikmynd.

„Fangelsið var frekar ógnvekjandi, ég var þarna í 24 eða 25 klukkustundir en mér fannst þetta vera heil eilífð. Ég var færður í sérstakan jakka og svo settu þeir Hannibal-grímu á mig. Það var hræðilegt,“ útskýrði leikarinn ungi í spjallþætti Ellen DeGeneres.

Eins og áður sagði var LaBeouf færður í fangageymslu eftir að hafa látið öllum illum látum á götum New York borgar í sumar. Meðal þess sem hann gerði var að hrækja á lögreglumann. LaBeouf viðurkennir að hann hafi gengið of langt. „Ég hrækti á löggu. Gaur, ef þú ert að horfa þá ég biðst afsökunar, afsakið. Þetta var brjálað.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav